Námskeið framundan

Það er nóg að gera framundan í námskeiðum.  Vorin eru skemmtilegur tími til að læra eitthvað nýtt og frábært að fá nýjar og skemmtilegar uppskriftir til að hressa upp á mataræðið með hækkandi sól.  Við vonum allavegna að hún fari að skína meira næstu daga.

Framundan eru 3 mismunandi námskeið.

Súperhollt í sumar –  Hugmyndir af öllum máltíðum dagsins.  Avókadó morgunverðarskál með múslí, grænn og vænn drykkur, grænmetisborgarar með appelsínu-engifersósu, súkkulaðikaka og margt fleira.

Spíran – miðvikudaginn 16.maí  – 17.00-20.00  UPPSELT

Vík í Mýrdal – miðvikudaginn 23.maí –   17.00-20.00

Spíran – mánudaginn 4.júní –  17.00-20.00

Skráning hér:  https://goo.gl/forms/n5fbC06kFMZNCscR2

Sumarleg sætindi  

Sumarlegir eftirréttir og nammibitar sem henta vel í ferðalögin, útilegurnar, sumarbústaðaferðirnar og grillpartýin

Spíran – miðvikudaginn  6.júní  – 17.00 – 20.00 – UPPSELT

Spíran – miðvikudaginn 13.júní – 17.00 – 20.00

Skráning hér: https://goo.gl/forms/YBXkILqViHCgvTsv2

 

Næringarríkt nasl og nesti – unglinganámskeið  

Fullt af næringarríkum hugmyndum fyrir sumarið.  Er unglingurinn þinn stundum  einn heima að finna sér eitthvað til að nasla eða vantar ykkur hugmyndir af nesti fyrir íþróttaæfingarnar og ferðirnar í sumar.

Spíran – mánudaginn  11.júní

Skráning hér: https://goo.gl/forms/KGTLlMYua3msuqC33

 

Hlakka til að sjá ykkur og eiga góða, fróðlega og skemmtilega stund saman 🙂

 

 

 

Published by

Leave a Reply