Eftir dásamlegt sumar er rútínan, kalda loftið og haustlitirnir mætt á svæðið. Sumir syrgja en aðrir fagna. Flestir foreldrar eru dauðfegnir að rútína sé komin á liðið en aðrir eru farnir að leita sér að næstu sól á internetinu. Margir eru búnir að njóta vel í sumar og jafnvel aðeins of vel og eru að reyna að girða sig í brók og hætta sumar sukkinu. Fyrir þá sem vilja snúa vörn í sókn gera betur í mataræðinu með lækkandi sól er snilldarhugmynd að koma á matreiðslunámskeið í Heilsuborg. Það er skemmtileg kvöldstund þar sem allir vinna saman og svo gæðum við okkur saman á því sem var eldað.
Það eru svo margar ástæður fyrir því að næra okkur vel. Maturinn sem við borðum getur haft áhrif á það hvernig okkur líður, hvernig við sofum, hvernig við lítum út og hvað við höfum mikla orku yfir daginn til að takast á við verkefnin sem bíða okkar. Staðreyndin er sú að flestir eru til í aðeins meiri orku yfir daginn, það er nú bara þannig.
Við leggjum áherslu á fjölbreyttan og næringarríkan mat sem fellur undir þessi skilyrði:
– Einfalt og fljótlegt
– bragðgott
– ekki of dýrt
Allt sem gert er á námskeiðinu er glúteinlaust, mjólkurlaust og hentar bæði fyrir þá sem aðhyllast vegan, grænmetisfæði eða Paleo.
Námskeiðin eru haldin í Heilsuborg og í boði verða 2 mismunandi námskeið í boði, annars vegar Kvöldmatarnámskeið og hins vegar Morgunmatur og millimál og verða þau á eftirfarandi dögum:
Miðvikudagur 11.september – kl. 17.30 – 20.30 – Fljótlegur Kvöldmatur – borðum meira grænmeti
Miðvikudagur 9.október – kl. 17.30 – 20.30 – Morgunmatur og millimál
Miðvikudagur 23.október – kl. 17.30 – 20.30 – Fljótlegur kvöldmatur – borðum meira grænmeti
Skráning hér fyrir kvöldmat og hér fyrir morgunmat og millimál.
* Börn á aldrinum 10-18 ára eru velkomin með foreldrum sínum og greiða helming af námskeiðisgjaldi.
* Athugið að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming af námskeiðisgjaldi
Einnig er skráning hafin á hin sívinsælu namminámskeið en þau verða þó betur auglýst síðar. Hægt er að festa sér pláss hér.
Hér er sýnishorn af matseðli nammi námskeiðisins.
Namminámskeiðin hafa einnig verið mjög vinsæl hjá starfsmannafélögum og vinkonuhópum. Nú þegar er búið að bóka nokkur kvöld og dagsetningum fer því fækkandi. En ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum um það er best að senda tölvupóst á mig: heilsumamman@gmail.com og þá fáið þið upplýsingar um verð og lausar dagsetningar.
Hlakka til að sjá ykkur 🙂
Published by