Eftirréttir – úr næringarríkum hráefnum

Á fimmtudaginn verður nýtt námskeið á dagskrá sem ég er alveg ótrúlega spennt yfir. Síðustu vikurnar hef ég legið yfir og masterað eftirrétti og ís. Það er búið að vera skemmtilegt og bragðgott verkefni og ég hlakka mikið til að deila útkomunni á fimmtudaginn.

Það er ennþá hægt að skrá sig á námskeiðið og hér er linkurinn til þess: https://forms.gle/7uLzstzqoQwQ8jqC9

Hér eru allar upplýsingar um námskeiðið:

Eftirréttir úr næringarríkum hráefnum… 3.des kl. 18.00-20.00 (fimmtudagur)

Matseðillinn:
Tíramísú terta (hægt að gera súkkulaði ef þú ert elskar ekki kaffi)
Marmarabitar (hægt að gera vanillu og súkkulaði eða lakkrís og súkkulaði)
ÍS – val um að gera súkkulaði eða vanillu
Snickers bitar

Námskeiðinu fylgja uppskriftir af fleiri eftiréttum sem þið getið dúllast við heima.
Við förum yfir hráefnin, trixin og hvernig þið getum breytt og bætt til að fullkomna ykkar útgáfu.

Námskeiðin kosta öll 4900 kr skiptið.

Ef 2 eða fleiri námskeið eru bókuð og borguð saman gef ég ykkur 15 % afslátt eða 4165 kr pr. námskeið. (það er eitt nammi námskeið eftir, 9.desember)

Ég minni á að mörg stéttafélög greiða allt að 50 % tilbaka. Sendið mér tölvupóst á heilsumamman@gmail.com til að fá afrit af kvittun.

Þú færð sendan innkaupalista, undirbúningsplan og uppskriftahefti. Þú færð svo sendan zoom link og leiðbeingar varðandi zoom.

Það fylgja því margir kostir að vera á matreiðslunámskeiði heima hjá sér.

# Þú þarft ekki að fara út úr húsi (t.d. ef veðrið er vont).
# Þú þarft ekki endilega að redda barnapössun.
# Þú getur boðið maka og/eða börnum að vera með þér í eldhúsinu án þess að borga aukalega.
# Þegar námskeiðinu lýkur ertu búin að búa til FULLT af mat sem þú átt sjálf(ur) til að njóta.
# Þú ert komin í gang í þínu eigin eldhúsi og því auðveldara að halda áfram næstu daga.

Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og án dýrapróteina svo þetta hentar nánast öllum sem vilja hreinan og góðan alvöru mat hvort sem þeir eru með einhver mataróþol, eru Vegan eða Paleo.

Sjáumst 🙂

Published by

Leave a Reply