Langar þig að búa til nammi sem er svo gott að þú geleymir að það sé hollt 😉
Nammi sem ruglar ekki í blóðsykrinum og skilur þig ekki eftir í sykursjokki.
Langar þig kannski til að búa til gjafaöskjur sem heimagerðu konfekti til að gefa þeim sem þér þykir vænt um?

Við hittumst á zoom í eldhúsinu þínu fimmtudaginn 4.desember kl. 18.00-20.30
En ef þú kemst ekki á þeim tíma er það heldur ekkert mál þar sem þú færð upptökuna senda daginn eftir og getur horft á hvenær sem er.
Þú færð sendan innkaupalista, undirbúningsplan og uppskriftahefti ásamt zoom link nokkrum dögum fyrir námskeið.
Það er frábær hugmynd að bjóða maka, börnum eða öðrum fjölskyldumeðlimum að taka þátt með þér.
Það sem við búum til:
Súkkulaðihúðaðar konfektkúlur
Döðluklattar
Snjóboltar
Karamellukökubitar
Dagsetning og tími:
Fimmtudagur 4.desember kl. 18.00-20.30
Þátttökugjald: 6900 kr
Smelltu hér til að bóka: https://heilsumamman.com/product-category/heilsumamman-is-namskeid/

Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og hentar þeim sem eru vegan.
Við notum mest döðlur til að sæta en í einni uppskrift er notast við hlynsýróp og kókospálmasykur. Þar sem hver verslar fyrir sig er auðvelt að aðlaga þetta að þeirri sætu sem þið viljið nota.
Ég minni á að mörg stéttafélög greiða allt að 50 % tilbaka af námskeiðisgjaldinu.
Rafræn nammi bók fylgir með í námskeiðisgjaldinu og þú færð hana senda um leið og þú bókar námskeiðið. Þú færð senda 2 pósta, í öðrum póstinum er linkur á bókina. Ef þú færð ekki póstinn, kíktu þá í rusl pósthólfið hvort hún hafi farið þangað.
Einnig má nefna að það er 25 % afsláttur af öllum nammi bókum út árið. En úrvalið finnið þið hér: https://heilsumamman.com/product-category/heilsumamman-is-rafbaekur/ og ef þú vilt kaupa allar uppskriftirnar eru þær á 50 % afslætti: https://heilsumamman.com/product/nammi-veisla-allar-nammi-uppskriftir/
Fyrir þá sem vilja fara alla leið er svo hægt að kaupa saman sæti á nammi námskeiðið ásamt öllum nammmi uppskriftum: https://heilsumamman.com/product/kombo-fyrir-nammi-snillinga-allar-nammi-uppskriftirnar-og-namskeid-4-desember/ og þá er enn meiri afsláttur af bókunum.
Sjáumst 🙂








