Vilt þú verða snillingur í að búa til heilsunammi?

Langar þig að búa til nammi sem er svo gott að þú geleymir að það sé hollt 😉
Nammi sem ruglar ekki í blóðsykrinum og skilur þig ekki eftir í sykursjokki.

Langar þig kannski til að búa til gjafaöskjur sem heimagerðu konfekti til að gefa þeim sem þér þykir vænt um?

Við hittumst á zoom í eldhúsinu þínu fimmtudaginn 4.desember kl. 18.00-20.30
En ef þú kemst ekki á þeim tíma er það heldur ekkert mál þar sem þú færð upptökuna senda daginn eftir og getur horft á hvenær sem er.

Þú færð sendan innkaupalista, undirbúningsplan og uppskriftahefti ásamt zoom link nokkrum dögum fyrir námskeið.
Það er frábær hugmynd að bjóða maka, börnum eða öðrum fjölskyldumeðlimum að taka þátt með þér.

Það sem við búum til:

Súkkulaðihúðaðar konfektkúlur
Döðluklattar
Snjóboltar
Karamellukökubitar

Dagsetning og tími:
Fimmtudagur 4.desember kl. 18.00-20.30
Þátttökugjald: 6900 kr

Smelltu hér til að bóka: https://heilsumamman.com/product-category/heilsumamman-is-namskeid/

Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og hentar þeim sem eru vegan.
Við notum mest döðlur til að sæta en í einni uppskrift er notast við hlynsýróp og kókospálmasykur. Þar sem hver verslar fyrir sig er auðvelt að aðlaga þetta að þeirri sætu sem þið viljið nota.

Ég minni á að mörg stéttafélög greiða allt að 50 % tilbaka af námskeiðisgjaldinu.
Rafræn nammi bók fylgir með í námskeiðisgjaldinu og þú færð hana senda um leið og þú bókar námskeiðið. Þú færð senda 2 pósta, í öðrum póstinum er linkur á bókina. Ef þú færð ekki póstinn, kíktu þá í rusl pósthólfið hvort hún hafi farið þangað.

Einnig má nefna að það er 25 % afsláttur af öllum nammi bókum út árið. En úrvalið finnið þið hér: https://heilsumamman.com/product-category/heilsumamman-is-rafbaekur/ og ef þú vilt kaupa allar uppskriftirnar eru þær á 50 % afslætti: https://heilsumamman.com/product/nammi-veisla-allar-nammi-uppskriftir/

Fyrir þá sem vilja fara alla leið er svo hægt að kaupa saman sæti á nammi námskeiðið ásamt öllum nammmi uppskriftum: https://heilsumamman.com/product/kombo-fyrir-nammi-snillinga-allar-nammi-uppskriftirnar-og-namskeid-4-desember/ og þá er enn meiri afsláttur af bókunum.

Sjáumst 🙂

Það er komið að haust áskorun!

Sumrinu er að ljúka með öllum þeim lystisemdum sem því fylgja og haustið tekur á móti okkur með kósý peysum, haustlitum og kertaljósum. Það fylgir sumrinu að njóta og láta eftir sér í mat og drykk en þegar haustið kemur reynist það mörgum erfitt að koma sér aftur í góða rútínu í eldhúsinu. Þess vegna ætlum við að gera það saman að þessu sinni.

Mánudaginn 6.október hefst 4ra vikna áskorun sem felst í því að búa til eitthvað næringarríkt fyrir ykkur á hverjum degi. Á hverjum föstudegi munuð þið fá sendar uppskriftir fyrir vikuna í tölvupósti. Þetta verða einfaldar uppskriftir; drykkir, grautar, skálar, salöt, súpur, pottréttir og sætindi. Þetta verður ekki flókin eldamennska, heldur allt einfalt og fljótlegt.

Áherslan verður á litríka fæðu sem er góð fyrir þarmaflóruna og á fæðu sem er góð fyrir blóðsykurinn. Þar sem allar matvöruverslanir eru fullar af nýju fallegu íslensku grænmeti verður það í aðalhlutverki.

Smelltu hér til að skrá þig: https://heilsumamman.com/product/gott-start-eftir-sumarid-4ra-vikna-askorun/


Innifalið í námskeiðisgjaldinu:

– Uppskriftir fyrir vikuna sendar á föstudegi svo þú getir undirbúið þig um helgina
– Innkaupalisti á hverjum föstudegi
– FB póstur á hverjum virkum degi með stuttri fræðslu eða hvatningu.
– Lokaður Facebook hópur þar sem þú færð stuðning og getur spurt spurninga.
– Rafbókin „Sumarleg sætindi“ er send til ykkar um leið þið hafið gengið frá greiðslu svo þið getið strax farið að leika ykkur í eldhúsinu. (Ef það vill svo til að þið eruð nýbúin að kaupa ykkur bókina megið þið velja ykkur einhverja aðra rafbók að eigin vali.)

Áskorunin kostar 9.900.-
Athugið að mörg stéttarfélög endurgreiða helming af námskeiðisgjaldinu.

Uppskriftirnar eru allar mjólkur og glúteinlausar og nánast alveg sykurlausar (stundum smá kókospálmasykur eða dökkt súkkulaði).

Sumarleg sætindi – ný rafbók

Þessi sumarlega og bragðgóða rafbók átti að vera tilbúin í byrjun sumars… en HEY, er ekki ennþá sumar og er sumar á íslandi mögulega bara hugarástand ☀️

26 sumarlegar, litríkar, bragðgóðar og næringarríkar uppskriftir af sumarlegum sætindum.

Í sárabætur fyrir hvað hún kemur seint út er hún á 30 % afslætti út ágúst 💝

Hér eru á ferðinni nokkrar af allra vinsælustu uppskriftunum, auk uppskrifta sem hafa verið á nasl og nesti námskeiðum í gegnum árin og nýjar í bland.

Smellið hér til að kaupa bókina: https://heilsumamman.com/product/sumarleg-saetindi-ny-rafbok/

Vonandi eigið þið eftir að njóta vel 🙂

Hvað er sjálfsumhyggja og af hverju er hún mikilvæg?

Sjálfsumhyggja (self-care) er sú meðvituða ákvörðun að hlúa að sjálfum sér – bæði líkamlega og andlega. Hún snýst ekki um sjálfselsku heldur um að gefa sér tíma til að hlaða batteríin, svo við getum betur tekist á við öll verkefnin í daglega lífinu.

Hvernig sýnum við sjálfsumhyggju?

✨ Að næra líkamann með hollum og góðum mat.
✨ Að gefa sér tíma fyrir hreyfingu sem veitir gleði.
✨ Að leyfa sér hvíld og nægan svefn.
✨ Að staldra við, draga djúpt andann og njóta augnabliksins.
✨ Að setja mörk og segja „nei“ þegar þörf er á.
✨ Að eiga róleg og gefandi samskipti við sjálfan sig og aðra.

Þetta eru bara nokkur dæmi, það er hægt að halda lengi áfram að telja upp góðar leiðir til að sýna sér umhyggju.

Veturinn getur verið langur og krefjandi. Skammdegið og kuldinn geta haft heilmikil áhrif á okkur, bæði á orku og líðan. Með því að gefa sjálfsumhyggju gaum getur það aukið vellíðan þrátt fyrir myrkrið og kuldann. Í næstu áskorun ætlum við að einbeita okkur að fljótlegum uppskriftum en ætlum líka að gefa sjálfsumhyggjunni gaum. Ég hlakka mikið til að veita þessu tvennu aukna athygli í 4 vikur.

🔥 Langar þig að læra að elda hollan og fljótlegan mat og bæta sjálfsumhyggju inn í daglegt líf?
Vertu með og skráðu þig í 4 vikna áskorunina, sem byrjar næsta mánudag og taktu fyrsta skrefið í átt að meiri vellíðan. 💙

Skráning hér: https://heilsumamman.com/product/fljotleg-matreidsla-og-sjalfsumhyggja-4ja-vikna-askorun/

Febrúar áskorun – fljótleg matseld og sjálfsumhyggja

Það er komið að nýrri áskorun!
Í þetta sinn er ekki bara eitt heldur tvö þemu. Fljótleg matseld og sjálfsumhyggja. Ekki veitir af að gefa gaum að þessu tvennu í amstri dagsins þegar það er nóg að gera og mörgum verkefnum sem þarf að sinna.

Mánudaginn 3.febrúar hefst 4 vikna áskorun sem felst í því að búa til eitthvað næringarríkt á hverjum degi. Á hverjum föstudegi munuð þið fá sendar uppskriftir fyrir vikuna í tölvupósti. Þetta verða einfaldar uppskriftir; smoothie, morgunverður, pottréttir, súpur og sætindi. Þetta verður ekki flókin eldamennska, heldur allt mjög einfalt og fljótlegt.

Áherslan verður eins og alltaf á gott start námskeiðinum á litríka fæðu sem er góð fyrir þarmaflóruna og á fæðu sem er góð fyrir blóðsykurinn.


Innifalið í námskeiðisgjaldinu:

– Uppskriftir fyrir vikuna sendar á föstudegi svo þú getir undirbúið þig um helgina
– Innkaupalisti á hverjum föstudegi
– FB póstur á hverjum virkum degi með stuttri fræðslu eða hvatningu.
– Lokaður Facebook hópur þar sem þú færð stuðning og getur spurt spurninga.
– Rafbókin „Súpur, pottréttir og fleira góðgæti“ er send til ykkar um leið þið hafið gengið frá greiðslu svo þið getið strax farið að leika ykkur í eldhúsinu og þurfið ekki að bíða þangað til námskeiðið hefst.

Áskorunin kostar 9.900.-
Athugið að mörg stéttarfélög endurgreiða helming af námskeiðisgjaldinu.

Myndir af mat frá fyrri námskeiðum. Uppskriftirnar eru ekki allar klárar fyrir næstu áskorun en ég lofa að þær verða litríkar og bragðgóðar.

Smelltu hér til að bóka: https://heilsumamman.com/product/fljotleg-matreidsla-og-sjalfsumhyggja-4ja-vikna-askorun/

Við ætlum ekki bara að einbeita okkur að fljótlegri matseld heldur veður annað auka þema sem er sjálfsumhyggja. Mig hlakkar sjálfri til þess að gefa henni auka athygli í febrúar.

Ég hlakka til í febrúar, en þú ? Ætlar þú að vera með?

Nammiveisla í nóvember

Í gegnum tíðina hafa verið haldin ófá nammi námskeið í nóvember. Það eru allir til í nammi sem er geggjað gott en líka aðeins næringarríkara og fer betur í kroppinn en hefðbundið nammi.

Í ár verða þó engin nammi námskeið haldin en þá er ekki annað að gera en að bretta um ermarnar í eldhúsinu heima og búa til hollt og gott nammi.

Nammi rafbókin verður á tilboði í nóvember

Nammi rafbókin var gefin út fyrir nokkrum árum en uppskriftirnar verða ekkert úreldar. Hún verður á tilboði í nóvember á 1260 kr í staðinn fyrir 1800 kr, Smelltu hér til að skoða eða kaupa: https://heilsumamman.com/product/nammmirafbok/

En einnig er ég búin að setja saman í pakka allar nammi uppskriftir sem eru í sölu, þ.e.a.s. nammi rafbókina, uppskriftir af eftirrétta námskeiði, uppskritir frá nýjasta nammi námskeiðinu og uppskriftir frá sumarlegu nammi námskeiði.

Allur pakkinn kostar 2990 kr í nóvember sem er um 50 % afsláttur.

Kíktu á það hér: https://heilsumamman.com/product/nammi-veisla-allar-nammi-uppskriftir/

Það eru svo margar góðar ástæður fyrir því að búa sér til heimagert nammi. I fyrsta lagi þá vitið þið nákvæmlega hvað er í namminu og þið eruð laus við öll aukaefni. Með því að nota hnetur, fræ, möndlur og fleira í nammigerðina hefur nammið mun minni áhrif á blóðsykurinn en hefðbundið nammi. Þið fáið prótein, trefjar og góða fitu í stað innihaldslausra hitaeininga og að lokum þá er það bara svo GOTT á bragðið 🙂