Jæja, tíminn flýgur og ég trúi því varla sjálf að það sé kominn nóvember strax. Það þýðir að namminámskeiðin taka völdin!
Ég hef verið með sama námskeiðið í gangi í nokkur ár, oft hugsað um að breyta en málið er bara að það námskeið finnst mér vera hið fullkomna nammi námskeið og það er ástæðan fyrir því að það er búið að ganga svona lengi. Þáttakendur læra að búa til æðislegar súkkulaði húðaðar konfektkúlur búnar til úr möndlumjöli og gráfíkjum eða trönuberjum, ilmandi karamellunammi þar sem við notum kókosmjólk, kókospálmasykur og hlynsýróp til að sæta og svo poppum við upp dökkt súkkulaði svo um munar. Hér má sjá afrakstur af einu slíku námskeiði í fyrra.

Aðeins eitt svona námskeið verður haldið í haust og það verður miðvikudaginn 24.nóvember kl. 18.00-20.00
En þar sem ég hef haldið þetta námskeið svo OFT langaði mig að búa til nýjar uppskriftir, einnig fyrir alla þá sem hafa þegar komið og langar að fá nýjar hugmyndir. Nýja námskeiðið verður haldið 16.nóvember (kl. 18.00-20.00) en hver veit nema ég bæti við annarri dagsetningu við í byrjun desember.
Á þessu námskeiði ætlum við að búa til nokkra geggjaða hluti sem sjást hér: Karamellurís, Dekur döðlur, Kókos kasjú trufflur og Snickers eða Lakkrís próteintrufflur. Ég held að það sé eitthvað fyrir alla til að njóta eftir þessa kvöldstund.

En þetta er ekki allt því síðasta vetur bjó ég til nýtt námskeið sem heitir “Næringarríkar tertur, eftirréttir og ís” og verður einnig bara eitt þannig námskeið 2.desember (sami tími 18.00-20.00)
Á þessu námskeiði ætlum við að búa til Tíramísú tertu (hægt að gera súkkulaði ef þú elskar ekki kaffi)
ÍS – val um að gera súkkulaði eða vanillu og Snickers bita.
En einnig fylgja með auka uppskriftir af fleiri tertum sem hægt er að gera síðar.

Hér er hægt að bóka pláss á námskeiðin en eins og sjá má er afsláttur ef bókuð eru fleiri en 1 námskeið 😉
https://heilsumamman.com/product-category/heilsumamman-is-namskeid/
Öll námskeiðin eru haldin í gegnum zoom. Nokkrum dögum fyrir námskeið færðu sendan innkaupalista, uppsrkriftir og undirbúningsplan þar sem kemur t.d. fram hvaða áhöld þú þarft að hafa tilbúin. Að morgni námskeiðisdags færðu sendan zoomlink til að smella á þegar komið er að námskeiðinu. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel hingað til og þau sem hafa prófað að koma á námskeið og hinsvegar sækja rafrænt námskeið eru öll sammála því að þetta rafræna stendur upp úr. Það er bara svo þægilegt að geta verið heima í sínu eldhúsi á námskeiði. Þú þarft ekki að fara út í kuldann, redda barnapössun eða keyra langar vegalengdir. Á móti geturðu boðið fjölskyldunni að taka þátt með þér og átt svo allt gotteríið sjálf/ur þegar námskeiðinu lýkur.
Að lokum má nefna það að allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og hentar þeim sem eru vegan. Alltaf er hægt að nota eitthvað annað en hnetur í uppskriftir ef þú vilt búa til hnetulaust nammi. Við notum mest döðlur til að sæta en í einstaka tilfellum hlynsýróp eða kókospálmasykur. Eini hvíti sykurinn gæti mögulega leynst í dökka súkkulaðinu.
Ég minni á að mörg stéttafélög greiða allt að 50 % tilbaka af námskeiðisgjaldinu.
Öll námskeiðin verða tekin upp og því hægt að horfa síðar á upptökuna ef tíminn hentar þér ekki. Til þess að fá afrit af upptöku þarf að senda beiðni um það á heilsumamman@gmail.com
Hlakka til að sjá þig 🙂