Brauð

Brauð er dæmi um það hvað hægt er að gera einfaldan hlut flókin.  Hvað þarf til að baka brauð?  Mjöl, vatn og lyftiefni, jú og kannski smá salt og gott að hafa fræ, það þýðir uþb. 5 innihaldsefni.  En hafið þið lesið utan á stórmarkaðsbrauðið?  Það eru allt upp í 20 innihaldsefni.  Allskonar lyftiefni, meðhöndlunarefni, rotvarnarefni osv.fr.

Það er mjög einfalt mál að baka brauð sjálfur.  En reyndar er það svo að ofninn sem ég á núna getur bara alls ekki bakað brauð, amk. kenni ég ofninum um það en ekki mér, því að á gamla staðnum fór ég létt með það.  En ég bjarga mér með því að búa til deig og baka svo bara bollur eða smábrauð 🙂 Það er líka voða þægilegt að frysta það svoleiðis og kippa svo út einni og einni bollu.

Hér er uppskrift af uppáhalds brauðbollunum mínum, en það kemur aðallega til af því hvað þær eru fljótlegar 😉  Uppskriftin er upprunarlega annaðhvort frá Sollu eða Sigrúnu (cafesigrun).  Ég er búin að baka þessar bollur svo oft að ég er löngu hætt að vigta og mæla, þetta er bara eitthvað slump.  Farið frekar eftir tilfinningu heldur en eftir nákvæmu máli í uppskriftinni.  Ef það er of þurrt verða bollurnar of þurrar.  Ef það er alltof blautt/þunnt verða bollurnar blautar.

  • 600 gr spelt (fínt og gróft)
  • 2 msk vínsteinslyftiduft
  • skvetta af sítrónusafa
  • 1 msk hunang
  • 1 tsk himalayjasalt
  • 3-5 msk fræ eftir smekk (ég set oftast sólblómafræ og sesmafræ)
  • 5 dl vökvi (vatn/ rísmjólk/ ab mjólk)

Hrærið öllu saman.  Deigið á að vera of lint til að hnoða en samt hanga saman, svipað og mjög þykkur hafragrautur.  Setjið litlar bollur með skeið á bökunarplötu og inn í ofn. Bakið í ca 30 mín v/ 170°c

Brauð

Published by

7 thoughts on “Brauð

    1. TAKK 🙂 Mikið er alltaf gaman að heyra frá þeim sem lesa síðuna og prufa eitthvað. Það gerir vinnuna þess virði 🙂
      Takk fyrir að lesa
      Kær kveðja,
      Oddrún

  1. Hef gert þessa oft núna bæði sem bollur og sem brauð og hún er alveg í uppáhaldi 🙂 takk fyrir!

Leave a Reply