Einfalt glúteinlaust haframúslí

Að búa til haframúslí er mjög einfalt, sniðugt að útbúa meðan gengið er frá kvöldmatnum og ofninn ennþá heitur.  Tekur ekki nema 5 mín að blanda saman, fer auðvitað eftir því hvað þið brytjið mikið niður, ef þið eruð með fullt af hnetum gæti það tekið lengri tíma.

Hráefni:

  • 6-7 dl Haframjöl (ég notaði glúteinlausa og þar með er þetta glúteinlaust múslí)
  • 3-4 dl af hverju því sem ykkur finnst gott að hafa í haframúslíi eða það sem er til hverju sinni, t.d möndlur, sesamfræ, sólblómafræ, kókosflögur, pecan hnetur eða cashew hnetur.
  • 5 msk hunang
  • 5 msk olía (kókosolía eða einhver önnur góð olía)
  • Þurrkaðir ávextir eftir smekk (settir saman við þegar búið er að baka múslíið)

Aðferð:

  1. Blandið saman hafrablöndunni.
  2. Hrærið saman hunang og olíu og blandið saman við hafrablönduna.
  3. Setjið á bökunarplötu, með bökunarpappír á og bakið í 10-15 mín við 170°C
  4. Fylgist vel með meðan þið eruð að finna hver tíminn er í ykkar ofni, og hrærið í blöndunni 2-3 sinnum.

Þetta var frekar sætt og mætti alveg setja minni sætu en þetta var útbúið á laugardagsmorgni og mátti því alveg vera sætt og gott í það skiptið 🙂  En það sem er svo gott við að útbúa sitt eigið morgunkorn er að hægt er að ráða hversu sætt það er, keypt morgunkorn inniheldur oft gríðarlega mikinn sykur.

Fylgist vel með, ef þið setjið kókosflögur í blönduna þarf að fylgjast vel með að þær brenni ekki, og jafnvel bæta þeim bara við þegar nokkrar mínútur eru eftir af tímanum.

múslí

Published by

3 thoughts on “Einfalt glúteinlaust haframúslí

    1. Sæl, á morgnanna geri ég oft þykkan smoothie og hef í staðinn fyrir jógúrt eða Súrmjólk. T.d. slatti af möndlum (búnar að liggja í bleyti yfir nótt) og vatn sett í blandara og blandað saman, svo bláber og jarðaber, slatti af spínati, kókosolía og einhver sæta, einhver ofurfæða og svo yfirleitt alltaf hveitikím. Börnunum þykir meira sport að borða úr skál og fá múslí heldur en að drekka bara drykk úr glasi 🙂

      Kveðja,
      Oddrún 🙂

  1. Ég horfði aðeins betur á myndina og þá mundi ég eftir því hvað var í þessum fallega bleika smoothie sem er á myndinni, það var kókosvatn, vatn, frosin ananas, mango, jarðaber, kókosolía, lucuma, goji ber, hampfræ, möluð hörfræ og hveitikím 🙂

Leave a Reply