Þessi er ægilega fallegur og frísklegur. Það er yfirleitt alltaf sjeik í seinnipart kaffitíma hjá okkur og allir mjög sáttir við það. Þeir eru mismunandi á litinn og þennan daginn vildu prinsessurnar á heimilinu fá flottan bleikan sjeik.
Full kanna, fyrir ca. 4
- Kókosvatn (eða vatn)
- 2 græn epli
- ca 500 gr af berjum, ég notaði frosin: Kirsuber, jarðaber, bláber, hindber
- 3 msk Möluð hörfræ
- 3 msk hveitikím
- 2 msk olía hörfræolía eða Kókosolía (ath. ef drykkurinn er mjög kaldur fer kókosolían öll í litla kekki)
Ég hef keypt möluð hörfræ í Kosti. Það er mjög þægilegt að smella þeim í drykki og bakstur. Þau eru stútfull af Omega3 en við nýtum það ekki þegar fræin eru heil. Mér finnst nauðsynlegt að setja einhverja góða næringu í sjeikina, ekki bara ávexti og ber heldur góða olíu, trefjar, prótein osv.fr. Það má líka smella einhverri ofurfæðu útí t.d. goji berjum, eða Lucuma dufti.
Published by