Súkkulaði-hrískökur með skrauti

Nammið sem sló í gegn á okkar heimili síðastliðið föstudagskvöld.  Það var líka heilmikið sport hjá heimasætunum að búa það til sjálfar.  Þetta er svo skemmtileg hugmynd og hægt að leika sér með hana endalaust 🙂

Súkkulaði-hrískökunammi

Hráefni:

Hrískökur  (ég notaði Lífrænar frá Sollu)

Súkkulaði (annaðhvort bræða súkkulaði eða búa til sitt eigið)

Skraut (ég brytjaði niður kókosflögur, Goji ber, Pecan hnetur og rúsínur)

Aðferð:

Ég bjó til súkkulaði, hér er uppskriftin:

5 msk kakó

5 msk kakósmjör

5 msk agave sýróp

2 msk kókosolía

(þetta dugði á 10-11 hrískökur)

Súkkulaði-hrískökur með skrauti

Kakósmjörið látið bráðna yfir vatnsbaði og svo öllu blandað saman.  Ég lét súkkulaðið bíða og þykkna aðeins áður en það fór á hrískökurnar. Ef það er of þunnt rennur það bara í gegnum hrískökurnar.  Það má líka bræða dökkt súkkulaði, það er fljótlegra 🙂

Það má setja hvað sem er ofan á, bara láta hugmyndaflugið ráða.

Súkkulaði-hrískökur með skrauti

Það var pínu fyndið að önnur dóttir mín harðneitar að borða hnetur (þ.e.a.s. ef þær eru sýnilegar) og hin hefur hingað til harðneitað að smakka Goji ber (drekkur þau samt oft í smoothie án þess að vita af því ) 🙂
En þegar þetta tvennt var orðið skraut þá var það svo spennandi og var borðað með bestu lyst.

Verði ykkur að góðu 🙂

2 athugasemdir við “Súkkulaði-hrískökur með skrauti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s