Súkkulaðipopp

Enn ein nammi-hugmyndin og einfaldasta uppskriftin hingað til 🙂

Þetta er ekki gert oft, heldur er spari og þar af leiðandi er þetta ótrúlega mikið sport.  Það endar reyndar oft með því að hendur og andlit verða mjög klístruð og það er kannski hluti af skýringunni af hverju þetta er spari.

Uppskriftin er einföld: Popp og brætt súkkulaði (hægt að nota 70 %, 56 % eða jafnvel appelsínusúkkulaði)

Aðferð: Poppinu velt upp úr bræddu súkkulaði og sett í frysti / eða í ísskáp í smástund

súkkkulaðipopp

En hinsvegar má hugsa um það í þessu samhengi að popp og popp getur verið mis hollt.  Fyrsta lagi er auðvitað miklu hollara að poppa sjálfur en að kaupa örbylgjupopp.  Þá er hægt að ráða bæði fitu og salt magninu og einnig hvernig olía og salt er notað.

Undanfarið höfum við notað Kókosolíu til að poppa úr.  Það  byrjaði einfaldlega þannig að í eitt skiptið var ekkert til annað, eiginmaðurinn var nú ekki að kaupa það að það fara að poppa úr kókosolíu en lét til leiðast þar sem ekkert annað var til og útkoman var einfaldlega það besta popp sem höfum smakkað í langan tíma 😉  Kosturinn við að poppa úr kókosolíu er sá að hún er mettuð fita þannig að hún breytist aldrei í transfitusýrur við háan hita eins og ómettaða olían gerir.  Og er ekki yndislegt að sleppa þessum blessuðu transfitusýrum bara alveg 😉

Góða helgi,

 

Published by

3 thoughts on “Súkkulaðipopp

 1. Þú ert bara æðisleg! uppskriftirnar þínar og tilraunastarfsemi hefur alveg bjargað mér og minni fjölskyldu. að breyta um matarræði hefur aldrei verið skemmtilegra og bragðbetra 🙂 takk fyrir!

  1. Ohhhh hvað er yndislegt að fá svona skilaboð hingað á síðuna 🙂 Svona kveðjur ylja hjartaræturnar og tilganginum með síðunni er svo algerlega náð 🙂
   Takk fyrir að fylgjast með og gangi ykkur súper vel áfram
   Kv,
   Oddrún

Leave a Reply