Súkkulaði-hnetukaka með súkkulaði-bananakremi

Það sem er svo yndislegt við hrákökur er það er hægt að útbúa þær á örskotstundu þar sem það þarf ekki að baka þær.  Í síðustu viku fengum við mæðgunar góða gesti eftir leikskóla og ég átti bókstaflega EKKERT til að bjóða upp á og ætlaði að fara að bretta upp ermarnar og fara að baka en þar sem ég var eiginlega orðin alltof sein skellti ég í eina hráköku.  Eftir 15 mínútur var kakan tilbúin.  Mér finnst það svo dásamlegt að getað fengið mér svona köku og veit að um leið er ég að næra líkamann með hrikalega góðri næringu. Semsagt bara tóm hamingja og skemmtilegt að lífga upp á hversdagsleikann með þessum hætti 🙂

Hrákaka

Þetta er sami botninn og ég gerði þegar ég gerði Súkkulaðisælu með mangó-og hindberjum en í þetta sinn átti ég ekki mangó en viti menn ég átti einmitt fallegt og þroskað avacado sem breytti sér í dýrindis súkkulaðikrem 🙂

Botninn:

  • 1 bolli valhnetur
  • 1 bolli cashewhnetur/ pecanhnetur
  • 1/4 – 1/2  bolli hreint kakó (eftir því hversu dökkan þið viljið hafa botninn)
  • 1 bolli döðlur (látið liggja í bleyti í smástund svo verði mjúkar)
  • Smá salt (himalayja eða sjávarsalt)
  • Smá vanilla

Hneturnar settar í matvinnsluvél  og malaðar, kakóinu bætt við og svo einni og einni döðlu í einu.  Að lokum  vanillu og salti.  Sett á disk, mótaður hringur og sett inn í frysti meðan kremið er gert.

Ef þið eigið ekki matvinnsluvél má mala hneturnar í lítilli matvinnsluvél (svona chopper sem fylgir oft með töfrasprotum) og mauka döðlurnar með töfrasprotanum og blanda að lokum öllu saman.

Hrákaka

Kremið:

  • 1 þroskað avacado
  • 1 þroskaður banani
  • 2-3 msk hreint kakó
  • 1-2 msk kókosolía
  • 2 msk einhver góð sæta (hunang, agave, hlynsýróp)
  • smá vanilla

Allt sett í skál og unnið með töfrasprota þangað til slétt og fallegt.  Smakkið til og breytið eftir smekk, meira kakó eða meiri sæta, smá salt, bara finna það sem ykkur finnst gott 🙂

Hrákaka

Setjið kremið á kökuna og inn í frysti/ísskáp í smá stund.

Hrákaka

Svo er bara að finna eitthvað til að skreyta með, ég fann nokkur frosin hindber og kókosflögur.

hrákaka

Þetta er fínasta seinnipartskaka, fínasti desert og góð ef sykurþörfin er að fara með fólkið yfir sjónvarpinu, bara við öll tækifæri 🙂

Verði ykkur að góðu 🙂

Published by

2 thoughts on “Súkkulaði-hnetukaka með súkkulaði-bananakremi

Leave a Reply