Ávaxtanammi

Það er engin sem segir að nammi þurfi að vera búið til úr sykri, litarefnum og aukaefnum.  Ávaxtanammi er hið fínasta nammi yfir bíómynd, spili eða á kósýkvöldi.  Það er okkar hlutverk að segja börnunum að þetta sé nammi, en ef okkur finnst það ekki þá er ekki líklegt að þeim finnist það heldur.

ávaxtanammi

Um síðustu helgi tók ég þessa mynd en þá fengu litlu gormarnir á heimilinu svona skál yfir föstudags-bíómyndinni og það voru allir svo ánægðir og allir vildu meira.  Mér finnst geggjað að fá mér svona skál yfir bíómynd og svo líður manni svo vel á eftir.  Pabbinn á heimilinu er reyndar ekki alveg að kaupa hugmyndina og heldur sér við bjór/kók og snakk.  🙂

Það má nota hvaða ávexti sem er en gaman að nota ávexti sem maður er ekki alltaf að kaupa eða leyfir sér frekar að kaupa um helgar og með því að setja pínu lítið súkkulaði og kókosflögur verður þetta meira spari og öðruvísi en morgun ávaxtahressingin.

Þessi samsetning er í uppáhaldi á þessum bæ.

mango (verður að vera þroskað)
rauð vínber
epli eða  pera
70 % súkkulaði (eða 56 %) smátt brytjað
kókosflögur
gott að setja mulberry ber, kasjuhnetur eða valhnetur

Ég steingleymdi að taka mynd af mínu gúmmílaði en þess má geta að það bragðast ennþá betur ef það er borðað úr fallegri skál/glasi 🙂

Læt svo fylgja með mynd af ávaxtahressingunni síðasta sunnudagsmorgun.  Þá voru veikindi á bænum og nauðsynlegt að hressa liðið við.  Gerðum þennan sæta broddgölt sem vakti mikla lukku.

ávaxtanammi

Góða ávaxta-helgi 🙂

 

 

 

 

Published by

Leave a Reply