Piparkökumúffur (Kryddbrauð)

Þessi uppskrift varð til í síðustu viku.  Hún gæti líka heitið „Glúteinlaust kryddbrauð úr grautarafgang“, en mér fannst það ekki alveg nógu rómó.  Þegar maður eldar hafragraut úr glúteinlausum höfrum/ eða almennt glúteinlausa morgungrauta sem kosta 1000 kr/ kg, þá tímir maður ekki að henda afganginum í ruslið.  Yfirleitt set ég hann inn í ísskáp og reyni að nota í bollur, pönnukökur eða annan bakstur en það tekst ekki alltaf.  En nú er ég búin að leysa málið, Kryddbrauð sem gengur undir nafninu piparkökumuffins er búið að gera allt vitlaust á heiminu í síðustu viku og búið að baka  það 3 sinnum.

Piparkökumuffins

Hráefni:

  • 3 dl mjöl (annaðhvort glúteinlaust eða bara spelt ef þær þurfa ekki að vera glúteinlausar)
  • 1,5 dl sykur (eða 2 dl af döðlumauki)
  • 2 msk sykurrófusýróp (fæst í heilsubúð) eða bara Agave, hlynsýróp eða hunang
  • 3 dl afgangur af hafragraut eða öðrum morgungraut
  • 1,5 dl haframjöl (glúteinlaust ef þær eiga að vera glúteinlausar)
  • 1,5 dl mjólk (hafra, möndlu, rís, lífræn eða bara kusu)
  • 1 tsk engifer
  • 1 tsk negull
  • 2 tsk kakó
  • 3 tsk vínsteinslyftiduft
  • 2 tsk kanill
  • 0,5 tsk salt

Öllu hrært saman og sett í muffins bökunarplötu. Bakað við 180°c í 25-30 mín (ég er komin niður á það að minn ofn bakar þær á nákvæmlega 28 mín)

Þessar múffur eru svo dásamlegar, tekur ekki meira en 5-10 mín að hræra saman, eru ódýrar og svo lyktin sem kemur í húsið, maður minn, hún er svo dásamleg að ég vildi að ég gæti tappað henni á flöskur.  Það er eiginlega sama lyktin og þegar maður bakar piparkökur nema þetta er svona „aðeins“ fljótlegra.

Uppskriftin gefur 24 stk.

Verði ykkur að góðu 🙂

Published by

Leave a Reply