Góð hugmynd ef það er einhver afgangur af kalkúninum. Stundum er gaman að gera eitthvað allt annað við afganginn en að borða aftur sama matinn með sama meðlætinu.
Þetta salat hef ég gert nokkrum sinnum og finnst alltaf jafn gott. Uppskriftin er úr Veislubók Hagkaups. Mér finnst reyndar pínu kjánalegt að uppskriftin er öll í desilítrum, en ég er bara ekki vön að mæla gúrku og papriku í desilítrum svo ég ætla nú bara að leyfa mér að gefa þessa uppskrift upp svona cirka.
- 4 dl af kalkúnakjöti
- 1/2 rauð paprika
- 1/3 gúrka
- 1 dl vínber
- 1 dl fetaostur
- lúka af rúsínum
- lúka af hnetum (ég notaði kasjúhnetur og smá salt hnetur)
dressing:
- 1/2 dl græn ólífuolía
- 2 msk balsamedik
- salt og pipar
Verði ykkur að góðu 🙂
Published by