Árið 2012

Um mitt ár ákvað ég að byrja að blogga. Það byrjaði svo almennilega í september svo þetta eru búnir að vera uþb. 4 mánuðir.  Upphaflega var hugmyndin sú að safna saman öllum þeim upplýsingum sem  ég var búin að viða að mér varðandi börn og mat, hvernig matur getur haft áhrif á hegðun og líðan.  Ég hef haft mikinn áhuga á því hversu mikil aukning hefur orðið á öllum þeim röskunum sem við sjáum í kringum okkur eins og ADHD, ADD, Einhverfu ofl.  Ég hef lengi haft áhuga á hvernig mataræði getur haft áhrif og af hverju.  En hingað til hafa bara uppskriftirnar ratað inn, það er eitthvað sem ég ætla að bæta úr á nýju ári. Fyrst var ég ekki viss um hvort einhver áhugi væri fyrir svona eintómum heilsuuppskriftum en að vera búin að fá næstum 1000 “like” á Facebook þykir mér algerlega ótrúlegt og virkilega hvetjandi.

Það er skemmtilegt að sjá hvaða uppskriftir hafa verið mest skoðaðar á árinu (Eða þ.e.a.s. á þessum 4 mánuðum) en það eru í flestum tilfellum nammi og köku uppskriftir.  Það er heppilegt því þær þykja mér skemmtilegastar og einnig það sem ég leita oftast sjálf að á veraldrarvefnum.

1. Bounty-barinn  – þessi er í algeru uppáhaldi á heimilinu og geri þetta nammi reglulega, alger sigurvegari  🙂

Bounty-bar

2.  Súkkulaðihnetukaka – með súkkulaði bananakremi.  –  Á árinu féll ég endanlega fyrir hrákökugerð og vona að mér takist að smita einhverja með mér.

Hrákaka

3.  KarmelluRís  –   Þetta er náttúlega bara Nammi og ekkert annað 🙂

karmelluRís

4. Súkkulaði Brownie (úr ávöxtum og grænmeti) – Alveg magnað að það skuli vera hægt að baka súkkulaðiköku úr ávöxtum og grænmeti. Kom skemmtilega á óvart.

Holl súkkulaðibrownie

5.  Pecan súkkulaði hrákaka  – Þessi kom frá Lifandi Markað og hún er alveg geggjuð.  Klárlega ein af mínum uppáhalds.

IMG_3152

6. Lang vinsælasta döðlukakan.  Kemur frá Ebbu Guðný og er bara algerlega ein af þeim bestu sem ég hef smakkað.

döðlukaka

7. Súkkulaðisæla með mangó og hindberjum –  Enn ein hrákökudásemdin.

hrákaka

8.  Hampnammi – þetta er mjög gott nammi og alger vítamín bomba og vonandi einhverjir sem hafa gert það miðað við hversu oft uppskriftin hefur verið skoðuð.

Hampnammi

9. Einfalda pestóið – Eina uppskriftin sem er ekki nammi eða kaka á listanum.  Einfalt og þægilegt og engin ástæða til þess að kaupa pestó lengur.

pestó

10.   Ofur-súkkulaðið –  Gleymdist nú heldur betur að taka almennilega mynd af því, er bara til þessi “in making”, bæti úr því á nýju ári.  En þvílíkar gleðifréttir að dökkt hrátt súkkulaði skuli vera eitt það hollasta sem hægt er að borða. Þvílík hamingja 🙂

súkkulaði

Ég  þakka kærlega fyrir móttökurnar og hlakka til að deila fleiri uppskriftum með ykkur á árinu 2013.

Kær kveðja,

Oddrún

Published by

Leave a Reply