Yngingarsúpan

Hljómar nafnið á þessari súpu ekki vel ?

Hún varð til eitt kalt haustkvöld í fyrra þegar tvær uppskriftir urðu að einni og er búin að elda hana mjög oft síðan.  Hún hefði líka getið heitið sætkartöflu-gulrótarsúpa, en um sama leyti og þessi súpa varð til var bókin hennar Þorbjargar, “10 árum yngri á 10 vikum” að koma út og þegar ég komst að því að nær allt sem er í þessari súpu telst hafa “yngjandi” áhrif á líkamann festist þetta nafn við og situr sem fastast 🙂  Þessi súpa er fljótleg og hentar bæði buddunni og heilsunni mjög vel.

IMG_3445

Hráefni:

 • 2 stórar gulrætur eða 4 litlar
 • 1 sæt kartafla (stór)
 • 2-3 cm af engifer
 • 3-4 hvítlauksgeirar
 • teskeið af curry paste kryddmauki
 • 1-2 msk af mango chutney (má sleppa)
 • 2-3 msk kraftur (Tasty kjúklinga eða grænmetiskraftur)
 • 2 msk af tómatpuré
 • 1 tsk turmeric
 • 1 tsk cumin
 • 1 tsk paprika
 •  ca 1,5 litrar af vatni

Aðferð:

Allt sett í pott og soðið í 20 mín. Sett í blandarann og maukuð eða maukuð með töfrasprota.

Í lokin má bragðbæta með salti og pipar.  Svo er bæði fallegt, gott og hollt að skreyta með ferskum kryddjurtum og hnetum ( í þessu tilfelli steinselja og pecan hnetur).

Mér finnst best að hafa þessa súpu svolítið þykka og hún er líka frekar sterk svo það má alveg bæta vatni út í eftir smekk.  Yfirleitt þynni ég hana svolítið fyrir krakkana, en það verður að viðurkennast að þessi súpa er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá þeim, þó að þau láti sig nú hafa það að borða hana.  En það er aðallega okkur foreldrunum sem finnst hún góð.

Verði ykkur að góðu 🙂

Published by

12 thoughts on “Yngingarsúpan

 1. Þessa súpu líst mér vel á, set inn athugasemd þegar ég er búin að prófa uppskriftina 🙂

 2. Get ekki annað en mælt með þessari, mín uppskrift er eiginlega nákvæmlega eins nema ég nota lauk, reykta papriku og ekki cumin. Fyndið eiginlega að rekast á þessa. En ég er vön að “brenna af” kryddið, curry pastað og tómatpúrruna fyrst til að fá bragðið meira fram og það er alltaf mælt með því þegar maður notar t.d. paste. Hvaða curry paste notar þú, ég nota rautt?

  1. En gaman að heyra 🙂 Ég nota Mild curry paste frá Patkas það er svona brúnleitt á litinn 🙂 Ég prufa þína útgáfu næst, er spennt að prufa því ég elska reykt paprikukrydd.
   Kær kveðja,

 3. prufaði þessa og fannst hún svo góð að ég er búin að gera hana 5 sinnum bara núna í janúar 🙂

 4. Þessi súpa er hrein DÁSEMD!
  Á eftir að gera hana oft og mörgum sinnum 🙂

 5. Sæl og takk fyrir góða síðu 🙂

  Er þessi súpa fyrir börn með mjólkuróþol (er að spá í kryddonum)

  Eru allar uppskriftirnar hér inni mjólkurlausar?

  Kveðja, Helga

  1. Sæl og takk fyrir 🙂
   Flestar uppskriftirnar eru mjólkurlausar en varðandi þessa súpu borgar sig að að lesa utan á karrýmaukinu (curry paste). Þegar ég las utan á mitt kom í ljós að í því er lactic acid eða mjólkursýra svo það er alveg nauðsynlegt að lesa vel utan á öll krydd. Það má sleppa því að nota curry paste og setja bara aðeins meira af öllum kryddunum, tómatpuré og hvítlauk.
   Kv,
   Oddrún

 6. Ég prófaði þessa í gærkvöldi og hún var frábær! Ég er mjög lítið fyrir eldamennsku en þessi tók enga stund og var ótrúlega einföld.

  Þessi verður sko elduð aftur!

Leave a Reply