Tortillupizza

Það er ekkert flókið við þetta, bara eintóm hamingja. Ég baka svo oft tortillur um helgar og þá er alger snilld að taka afganginn og búa til pizzu svona í hádeginu á sunnudeginum, eða bara í kvöldmatinn.  Tekur lítinn tíma og bragðast alveg dásamlega vel.

Nokkrar leiðir til að gera pizzu að heilsusamlegum mat:

  1. Passaðu að pizzusósan sé ekki stútfull af sykri og aukaefnum. (Ég nota hreint tómatpuré sem ég krydda með oregano og hvítlauk og ýmsu öðru gúmmelaði)
  2. Settu eins mikið af grænmetisáleggi og þú getur hugsað þér.
  3. Búðu til hvítlauksolíu úr lífrænni jómfrúar ólífuolíu því hún og hvítlaukur eru frábær í kroppinn og svo er mjög gott að bæta við steinselju í hvítlauksolíuna líka. Þá fer hollustan á hærra plan auk þess að það verður ekki alveg jafn mikil hvítlaukslykt af manni.
  4. Pizzan er góð þó henni sé ekki drekkt í osti.
  5. Magnið skiptir máli, ef þér finnst Pepperoni gott (eins og mér) þá skiptir máli hvort þú færð þér 1 sneið eða 6 á pizzuna.  Ég tek oft 1 pepperoni og sker það niður í pínu litla bita og dreifi yfir pizzuna.

Svo er bara aðalmálið að fá sér FULLT FULLT FULLT af grænmeti með og þar með er þetta orðin alger hollustu máltíð 😉

IMG_2965

Verði ykkur að góðu 🙂

Published by

Leave a Reply