Í gærkvöldi var horft á Söngvakeppnina og heilmikil stemming, aðallega hjá yngri kynslóðinni. Það verður taka 2 í kvöld og dömurnar mjög spenntar. Það var bökuð pizza og poppað og það var sko heimtað gos í tilefni dagsins. Ég ætla ekkert að fara út í hversu óholt það er fyrir litla kroppa (og stóra líka) að drekka gos. Þetta er jú bara sykur, sýra og litarefni, ég meina hversu gott getur það verið ? Annars held ég að flestir viti hversu óhollt gos er en eiga mjög erfitt með því að venja sig af því, því jú það er hrikalega ávanabindandi.
Við höfum ekki gefið stelpunum gos að drekka en spari höfum við búið til “gosdrykk” sem þær eru mjög hrifnar af og ég verð bara að segja að mér finnst þetta miklu betra en gos.
Safarnir frá Berry Company eru alveg ótrúlega bragðgóðir, þeir eru til nokkrar mismunandi bragðtegundir og mér finnst þeir hver öðrum betri. Við höfum blandað þeim saman við epladjús og sódavatn. Þetta er ýmist kallað prinsessugos, töfradrykkur eða hvað sem þeim finnst sniðugt þá stundina.
Við höfum prufað að nota fjólubláan superberry safa, rauðan superberry safa, granatepla safa og nú síðast goji berja safa, appelsín hvað segi ég nú bara !
Prufið ykkur endilega áfram með hlutföllin, yfirleitt er ég nú ekki mikið að stressa mig á því að mæla en einhvern tímann hef ég skrifað hjá mér:
- 4-5 dl eplasafi
- 3-4 dl superberry safi
- 2 dl sódavatn
En svo er bara að fara í tilraunastarfsemi 🙂 Það er líka skemmtilegt verkefni fyrir litla vísindamenn að búa til besta gosdrykkinn, allavegna finnst mínum stelpum það mjög spennandi að blanda þessu öllu saman 🙂
Ég reiknaði það út að 1 liter af svona “gosi” kostar tæpar 200 kr sem er auðvitað aðeins dýrara en venjulegt gos en það er í fyrsta lagi miklu bragðbetra, engin hvítur sykur og meira að segja svolítið af andoxunarefnum úr berjasöfunum. Og svo má ekki gleyma því að fyrst hvíti sykurinn er ekki til staðar til að “öskra” á meira þá drekka allir miklu minna af svona heldur en venjulegu gosi.
Góða helgi 🙂
Published by