Ódýr og einföld súkkulaðikaka

Þemað núna í janúar er ódýrt þar sem flestir hafa sennilega eytt vel í mat í síðasta mánuði.  Þessi kaka er ótrúlega einföld, góð og ódýr.  Ég fékk uppskriftina hjá vinkonu minni en er búin að minnka aðeins sykurinn og nota spelt í stað þess að nota hvítt hveiti.  Virkilega góð sunnudagskaka.

 IMG_3563

Hráefni:

 • 2 egg
 • 1,5 dl hrásykur
 • 0,75 dl olía (ég nota oftast kókosolíu, vínberjakjarnaolíu í dökkri flösku eða lífræna sólblómaolíu)
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 dl kakó
 • 2 dl sterkt kaffi (líka gott að setja heitt vatn eða mjólk)
 • 3,5 dl spelt (fínt og gróft til helminga)
 • 3/4 tsk salt
 • 2 tsk vínsteinslyftiduft

Aðferð:

 1. Þeytið saman egg, sykur og vanillu og bætið svo olíunni saman við.
 2. Blandið saman kakói og vökva.
 3. Hellið kakóblöndunni út í eggjablönduna.
 4. Blandið saman spelt, salti og lyftidufti og hrærið samann við kakóblönduna.
 5. Setjið í lausbotna form 26 cm (best að fóðra með bökunarpappír) og baka í 20-25 mín við 200°C

Ofan á finnst mér best að leggja plötu af 70 % súkkulaði og leyfa henni að bráðna á heitri kökunni og slétta svo úr.  Set yfirleitt smá af kókosolíu  (1 tsk – 1 msk) svo kremið verði ekki grjóthart og brotni í allar áttir þegar kakan er skorin.

IMG_3570

Það er sérstaklega gott að gera þessa köku með sterku expresso kaffi en kannski betra að nota vatn eða mjólk (möndlu, rís, hafra, eða venjulega) ef kakan er bökuð fyrir lítil börn. 

Verði ykkur að góðu 🙂

Published by

Leave a Reply