Þessi er yndislegur svona á mánudegi, ótrúlega frískandi og hreinsandi. Þar sem ég bý svo vel að eiga fullt af krækiberjum í frysti og vantaði hugmyndir hvernig ég ætti að nota þau prufaði ég þessa samsetningu og þetta hefur gjörsamlega slegið í gegn (hjá sjálfri mér) 😉
Hráefni:
- 2-3 dl af frosnum krækiberjum
- 1 rauðrófa (hnefastór)
- 2-3 cm engifer
- 1 grænt epli
- safi úr 1/2 sítrónu
- 2 dl Vatn eða kókosvatn
Aðferð:
- Skerið rauðrófuna, engiferið í lita bita og setjið ásamt krækiberjunum og vatni í blandara og blandið vel.
- Síjið í gegnum spírupoka (eða nælonsokk)
- Bætið eplinu út í og blandið vel
- Að lokum kreistið þið safann úr sítrónunni saman við
- Drekkið og njótið
Verði ykkur að góðu 🙂
Published by