Sesam-kornflex karmellustykki

Mmmmmm helgarnammið um síðustu helgi.  Það féll í mjög góðan jarðveg, gott yfir júróvisíon, gott með sunnudagsmorgunskaffibollanum, krakkarnir voru mjög sáttir, semsagt bara mjög gott í alla staði 🙂  Það er heldur ekki vera að sesamfræ eru stútfull af kalki.

Þetta er afbrigði af Karmellurísinu  sem ég gerði um daginn.

IMG_3655

Hráefni:

 • 170 gr döðlur
 • 50 gr kókosolía
 • 50 gr kakósmjör
 • 1 tsk vanilluduft eða vanilludropar
 • 3,5 dl kornflex (notaði Sollu kornflex)
 • 1,5 dl sesamfræ
 • 100 gr 70 % súkkulaði

Aðferð:

 1. Leggið döðlurnar í bleyti í 10-15 mín og maukið svo með töfrasprota
 2. Bræðið kakósmjörið og kókosolíuna við lágan hita og bætið svo döðlumaukinu og vanillu út í og hrærið rólega saman þangað til það er búið að samlagst, ef það gengur illa getur verið að potturinn sé of heitur
 3. Myljið kornflexið smátt og blandið því saman við sesamfræin
 4. Blandið kornflex blöndunni saman við “karmelluna” og setjið í mót, klætt bökunarpappír
 5. Bræðið súkkulaðið og hellið yfir
 6. Kælið og skerið í litla bit
 7. Njótið

IMG_3641

IMG_3645

IMG_3655

Verði ykkur að góðu og góða helgi 🙂

Published by

6 thoughts on “Sesam-kornflex karmellustykki

  1. Sæl, það er ekkert mál, þú getur notað annaðhvort kókosolíu eða smjör. Það er alveg hægt að nota smjör fyrir þá sem vilja og sleppa bæði kókosolíunni og kakósmjörinu. Það verður heldur næringarminna en pottþétt alveg hrikalega gott 🙂

  1. Sæl, Kakósmjör fæst í Bónus í Sollu vörumerkinu, það er ódýrast þar. Kakósmjör er fitan úr kakóbauninni og flokkast undir ofurfæðu. Lyktin sem kemur þegar maður opnar pokan er yndisleg. Það gefur rosalega gott súkkulaðibragð 🙂

   Kær kveðja,
   Oddrún

 1. Þetta er hrikalega gott…. held ég hafi borðað hálfa uppskriftina i fyrsta skipti sem ég gerði þetta.

Leave a Reply