Mexíkó kjúllasalat

Þetta er einn af mínum uppáhalds réttum og oft eldaður um helgar.  Létt, gott, einfalt og umfram allt frá mexíkó svo það getur ekki klikkað.

IMG_3072

Þetta  er nú frekar einfalt, kjúklingur, salat, hugsanlega baunir og nokkrar nachosflögur.  Galdurinn liggur hinsvegar í salatsósunni.

Hér kemur uppskriftin:

  • 0,5 dl ólífuolía
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 2 msk akasíuhunang
  • 1 hvítlauksrif
  • 0,5 tsk kóríander
  • 0,5 tsk paprika
  • 0,5 tsk cumin
  • 0,5 tsk salt
  • 1 msk oregano

Blandið öllu saman, mér finnst best að setja allt í krukku með loki og hrista vel saman.

IMG_3061

IMG_3062

Salat: Hér fer hráefnið eftir smekk, en svona er mín útgáfa:

  • kál (helst svolítið grænt, t.d. eikarlauf, amk. ekki alveg það ljósasta)
  • vorlaukur
  • rauð paprika
  • gul eða appelsínugul paprika
  • avacado
  • kirsuberjatómatar
  • gúrka
  • ferskur kóríander (átti hann ekki til þegar myndirnar voru teknar)
  • fetaostur eða venjulegur gouda í teningum

IMG_3063

  1. Blandið öllu grænmetinu saman og hellið sósunni yfir.  Það er best ef það fær að standa í smá stund.
  2. Kjúklingur – annaðhvort steiktar/grillaðar bringur eða heill grillaður kjúklingur rifin niður – magn fer eftir fjölda þeirra sem borða 🙂
  3. Pinto baunir finnst mér passa mjög vel í þessu salati en þar sem það eru ekki allir á eitt sáttir með það, þá blanda ég þeim ekki saman við heldur ber þær sér á borð. Pinto baunirnar verða betri og girnilegri ef þær eru kryddaðar og sett smá olía yfir.
  4. Það er auðvitað algerlega nauðsynlegt að mylja þó að það sé ekki nema aðeins Nachos yfir.

IMG_3070

Ég hef tekið eftir því að krökkunum finnst miklu meira spennandi að raða sjálf á diskinn og gera sitt salat sjálf heldur en ef ég er búin að blanda öllu saman í eina stóra skál.  Það reynir aðeins meira á sköpunargleðina.  Svo oftast set ég salat í eina skál, kjúkling í aðra, sama með baunir, fetaost og nachos.

IMG_3067

Verði ykkur að góðu 🙂

Published by

2 thoughts on “Mexíkó kjúllasalat

  1. mmm þetta var alveg frábært og ekki skaðaði að til var “alvöru” geita fetaostur.

Leave a Reply