Indverskur grænmetispottréttur

Þessi réttur er virkilega góður, frekar fljótlegur, ódýr og umfram allt mjög hollur 🙂

Krakkarnir borða yfirleitt vel og sérstaklega er það hvítlauksbrauðið sem slær í gegn.  Ég hef prufað hann nokkrum sinnum og kemur alltaf vel út, ég hef notað mismunandi grænmeti en þegar þessi mynd var tekin var ég með blómkál, tómata, gulan lauk og græna papriku. Í gær var ég með þetta á boðstólnum og þá notaði ég blómkál, rauðlauk, gulrætur og brokkolí.  Bæði var mjög gott og aðrar útfærslur sem ég hef gert líka svo það er um að gera að nota bara það sem er til í skápnum.

IMG_3587

Hráefni:

  •  Blómkál, 1 haus
  • 1 laukur / rauðlaukur
  • 2 tómatar (má líka vera 2 gulrætur)
  • (má líka bæta við brokkolí eða grænni papriku, allt eftir smekk)
  • 1 msk kókosolía
  • 1 msk curry paste (ég nota frá Patkas)
  • 1 msk smátt saxað engifer
  • 1 msk grænmetisteningur
  • 1 dl kókosmjólk
  • fersk steinselja

Aðferð:

  1. Hitið kókosolíu á pönnu ásamt kryddmaukinu og engiferinu.
  2. Þegar það er orðið heitt er laukurinn settur á pönnuna og hitaður vel og svo er grænmetinu bætt út í.
  3. Þegar það er orðið vel heitt í gegn (ef það er of mikill hiti á pönnunni er gott að setja smá vatn svo það brenni nú ekki við botninn) má setja kókosmjólkina út í ásamt grænmetiskraftinum og leyfa þessu að malla í nokkrar mínútur og gott að baka brauðin á meðan.
  4. Steinseljan sett út í þegar pannan er komin af hellunni

IMG_3585

Hvítlauks – nan brauð:  Ég notaði tortillu uppskriftina en minnkaði aðeins speltið en bætti við hveitikím og sesamfræ í staðinn.  Þessi bakstur var mjög fljótlegur því ég hafði brauðin frekar þykk og óregluleg.  Þegar ég var búin að baka þau penslaði ég þau með hvítlauksolíu.  Þau vöktu þvílíka lukku.

Verði ykkur að góðu 🙂

Published by

Leave a Reply