Fallegur og frískandi flensusjeik

Kallinn lá heima með einhverja flensupest í vikunni svo ég bjó til handa honum þennan fallega og frískandi flensusjeik.

Góður fyrir þá sem eru með flensu eða slappleika og líka fyrirbyggjandi fyrir alla hina.  Athugið bara að það borgar sig ekki að hafa sjeikinn ískaldann, sérstaklega ef hálsbólga eða hósti hrjáir mannskapinn.

IMG_3864

2 stór glös eða 4 lítil

Hráefni:

  • 2 gulrætur
  • 2,5 dl af frosnum jarðaberjum (takið mesta kuldann úr þeim áður, með heitu vatni)
  • 2-3 cm af engifer (fer eftir smekk)
  • 2 msk goji ber
  • 1 msk hunang
  • ca. 2,5 dl af vatni

Allt sett saman í blandara og blandað þangað til silkimjúkt.

Alveg ótrúlega frískandi og góður 🙂

Gleðilegan föstudag 🙂

Published by

Leave a Reply