10 leiðir til að lækka matarreikninginn án þess að minnka hollustuna!

Það er alltof dýrt að borða hollt!  Þetta hef ég heyrt aðeins of oft! Málið er að það er bara almennt dýrt að kaupa í matinn.  Það eru reyndar til rándýrar heilsuvörur en það er líka alveg hægt að borða hollt og eyða jafn miklu og hinir.  Hérna er smá listi sem ég tók saman fyrir okkur sem erum alltaf að reyna að eyða minna í mat 🙂

Frosið grænmeti er yfirleitt ódýrara.  Lífrænt er auðvitað best en það er betra að fá grænmeti en ekkert grænmeti !  Frosnir ávextir og grænmeti er yfirleitt týnt og pakkað í uppskerunni og er því nokkuð „ferskt“ miðað við ávexti sem eru t.d. nokkra vikna gamlir.

🙂
Einfalt, það þarf ekki að nota 10 tegundir til að gera holla máltíð.  T.d. er mjög gott að elda einfalda rétti, nota t.d. bara 3-5 hráefni.   Um helgar og spari er hægt að dúlla sér og gæla endalaust við bragðlaukana.

🙂

Eldum 1 sinni, en borðum oftar.   Ef þú gerir pestó, gerðu 2 krukkur, ef þú gerir múslí gerðu stóran skammt sem endist ekki bara 2 í morgunmat.  Sjóddu heilan pakka af hýðishrísgrjónum eða Kínóa og þú átt hráefni alla vikuna sem þú getur notað á mismunandi hátt.  Morgungrautur, hádegissalat, steikt grjón með grænmeti og eggjum í kvöldmat.  Einnig hægt að bæta í pönnukökur eða í súpur.

🙂

Ekki elda mat sem þér eða fjölskyldunni finnst vondur.  Þá borða allir lítið, vilja snarl á eftir og afgangurinn endar í ruslinu.

🙂

Ekki henda mat.  Allur afgangur ætti að fara í box inn í ísskáp eða í beint í frystinn.   Það er alveg magnað hvernig hægt er að gera heila máltíð úr allskonar afgöngum.  Smá skvetta af kókosmjólk getur farið í næsta smoothie,  Nokkrir bitar af kjöti geta breytt næstu grænmetissúpu í  kjötsúpu.   Örlítill afgangur af salati nokkra daga röð verður að þessu fína hádegissalati fyrir 1.  Smá skvetta af djús eða safa  má frysta  og nota sem ísmola og bragðbæta næsta smoothie.

🙂
Gera sjálfur hlutina frekar en að kaupa tilbúið.  Það er mjög auðvelt að búa sjálfur til túnfisksalat, hummus, pestó, tortillur, próteinbari, tómatsósu, Bbq sósu, marineringu ofl.

🙂
Bökum !  Bakaðu þín eigin súpubrauð, tortillur, muffins, bollur o.s.frv.  það þarf ekki að vera flókið eða tímafrekt.  Það er yfirleitt miklu, miklu ódýrara að baka sjálfur en að kaupa tilbúið.  Eini gallinn er sá að þetta heimatilbúna er oftast svo gott að heimilisfólkið borðar miklu meira af því heldur en af keyptu bakkelsi 🙂

🙂

Skipuleggjum vikuna.  Skipuleggðu máltíðir dagsins og gerðu innkaupalista.  Kauptu bara það sem þú ætlar að nota.  Best er að setja upp vikuplan í Excel og einfaldast er í raun að gera plan fyrir mánuðinn, eins og er gert í skólum, leikskólum og fyrirtækjum.

🙂

Takmörkum ferðir í búðina.  Það er alltaf hægt að finna eitthvað sniðugt í hverri  búðarferð.  Mér finnst þægilegast að fara að versla 2x í viku, á mánudögum og svo á föstudögum en það þarf hver að finna út hvað hentar best.

🙂

 Hættum að borða eftir kvöldmat.  Það er hægt að spara heilmikið á því fyrir utan að það er góð leið til að losa sig við aukakíló 😉

Published by

4 thoughts on “10 leiðir til að lækka matarreikninginn án þess að minnka hollustuna!

    1. Takk fyrir Dröfn, og sömuleiðis, skoða síðuna þína alltaf reglulega, fullt af flottum og girnilegum uppskriftum 🙂

      Kveðja,
      Oddrún

Leave a Reply to heilsumammanCancel reply