Grænn og sætur sumardrykkur

Jæja, nú er langt síðan ég hef sett nokkuð hérna inn því það er búið að vera brjálað að gera síðustu vikurnar.  Það er búið að mála mála og breyta hér innanhúss, litla tveggja ára krúttið fótbrotnaði, það hafa verið gestir bæði að norðan og utan og bara allskonar margt skemmtilegt fyrir utan daglegt líf.  En þegar mikið álag er og mikið að gera hættir manni stundum við að freistast í allskonar óhollustu en málið er að þá einmitt vantar líkamanum sem mesta og besta orku.

Hér kemur einn grænn og vænn.  Þessi er mjög sætur og börnunum mínum finnst hann mjög góður.  Mér finnst hann mjög góður en næstum því of sætur, en selleríið kemur samt með skemmtilegt mótvægi á móti perunum.  Ég hef gert þennan nokkrum sinnum og um daginn voru 3 vinkonur í heimsókn sem allar fengu að smakka.  Ég endaði á því að gera aðra könnu því öllum fannst þessi græni drykkur svo rosalega góður 🙂

grænn hristingur

Hráefni:

  • 2 perur
  • 2-3 dl ananas
  • 1 sellerý stöngull
  • 2 lúkur spínat eða grænkál
  • 2-3 msk möluð graskersfræ, (má vera möluð hörfræ eða hveitikím)
  • Vatn

Aðferð:

Öllu blandað saman í blandara, sett í glös og auðvitað flott rör með 🙂

 

 

Published by

Leave a Reply