Amerískar súkkulaðibitakökur í hollari kantinum

Þessar eru hrikalega góðar og gefa keyptu transfitu-sykur kökunum ekkert eftir í bragði en eru töluvert betri fyrir kroppinn.   Ég hef bakað þær nokkrum sinnum en núna síðast þegar við fjölskyldan fórum í vikuferð í bústað í algera dekurferð og mig vantaði sárlega eitthvað hrikalega gott með morgunkaffinu mínu sem nota bene var oftast drukkið inni í rigningunni.  Ef það hefði verið sól og hiti hefði morgunkaffinu sennilega verið skipt út fyrir kælandi melónusneið 🙂  Það er ótrúlegt hvað veðrið hefur áhrif á fæðuval en það er önnur ella.

Amerískar súkkulaðibitakökur

Hráefni:

  • 150 gr kókosolía eða smjör
  • 1 dl  hrásykur (helst rapdura til að fá svona púðursykur-fíling)
  • 10 dropar af stevíu (eða 1/2 dl af hrásykri til viðbótar)
  • 2 egg
  • 2,5 dl spelt
  • 2,5 dl malaðar möndlur
  • 1 tsk salt
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1,5 dl saxaðar hnetur (ég hef notað valhnetur en má nota t.d. heslihnetur, pecan eða jarðhnetur)
  • 150 gr 70 % súkkulaði  (ég hef líka notað 100 gr ef ég á ekki meira og það er bara í fínu lagi)

Aðferð:

  1. Bræða olíuna eða smjörið við lágan hita
  2. Þeyta saman egg og sykur og bæta svo olíunni saman við
  3. Blanda þurrefnunum saman
  4. Blanda þurru og blautu efnunum saman
  5. Bæta við hnetum og súkkulaði
  6. Baka í 10-12 mín við 180°C

Þetta er nokkuð stór uppskrift enda veitir ekki af þar sem þær klárast fljótt 🙂

Ca. 3 plötur / 40 kökur

Published by

Leave a Reply