Hnetu trufflur

Ég er orðin frekar leið á hnetukúlum í öllum útgáfum, þær eru alveg góðar en ég hef bara gert þær aðeins of oft.  Svo um daginn þá langaði mig í eitthvað gott …eins og svo oft áður 😉  En þar sem við vorum í bústaðnum var ekkert mikið af hráefni til að velja um.  Þar kviknaði þessi hugmynd sem sló í gegn og hefur verið gerð nokkrum sinnum síðan.  Hráefnið er það sama og í „gömlu“ kúlunum en aðferðin er önnur sem tekur kúlurnar upp á næsta level.

IMG_5888

Hráefni: 

 • 1 bolli döðlur
 • 1/3 bolli kakó
 • 2-3 msk kakósmjör (brætt)
 • 1 tsk vanilludropar eða 0,5 tsk vanilluduft
 • 0,5 tsk himalyjasalt
 • 1 bolli grófsaxaðar hnetur að eigin vali (má setja hvað sem er svo sem kókosflögur eða rúsínur)!

Aðferð: 

 1. Leggjið döðlurnar í bleyti í smástund, hellið vatninu af og maukið með töfrasprota
 2. Bræðið kakósmjörið við mjög lítinn hita eða yfir vatnsbaði og bætið saman við döðlumaukið
 3. Bætið kakói, salti og vanillu saman við og blandið vel saman
 4. Blandið hnetunum saman við
 5. Mótið litlar kúlur (þið gætuð þurft að stinga deiginu inn í ísskáp í smástund ef það er of lint)
 6. Veltið kúlunum upp úr kakói og kælið

Í þessari uppskrift er kakósmjörið algert möst, því það breytir döðlumassanum í súkkulaðimassa ! 

Njótið 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s