Frískandi piparmyntu hristingur

Ef þú átt piparmyntu úti í garði er um að gera að nota hana í hristinga, það er kannski algengast að nota hana í mojito en hún er upplögð í morgunhristinginn.  Það má skella henni í box og setja í frysti og eiga í vetur til að fríska sig við á dimmum vetrarmorgnum 🙂

piparmyntuhristingur

Handa 2

  • 2-3 dl frosin ananas
  • 1 epli
  • 1 -2 blöð af grænkáli
  • nokkur blöð af piparmyntu
  • Vatn 3-4 dl (eða eftir smekk)

Allt sett í blandarann og blandað vel.

Það má auðvitað bæta við ofurfæði eftir smekk hvers og eins t.d. hveitigrasi, hamp-próteini, möluðum graskersfræjum eða möluðum hörfræjum.

Njótið 🙂

Published by

Leave a Reply