Nærðu þig vel – matreiðslunámskeið 23.október

Langar þig til að bæta mataræði þitt eða fjölskyldunnar?  Vantar þig nýjar hugmyndir eða veist ekki hvar þú átt að byrja?  Besta leiðin til að bæta mataræðið er að byrja að bæta einhverju nýju, spennandi og bragðgóðu inn.

Við búum til og smökkum:
– Grænan sjeik á 2 vegu, chia graut á 2 vegu, kínóa á 2 mismunandi vegu, girnilegt salat, heimagert ofurhollt súkkulaði og hráköku.  Við borðum síðan saman og spjöllum um allt  það sem ykkur langar að spyrja um.

Námskeiðið er í formi fyrirlesturs og sýnikennslu. Það fylgir með mappa með 40 uppskriftum, auk góðra ráða að bæta heilsuna.  Ég byggi námsefnið á hugmyndarfræði IIN.

Námskeiðið er haldið í heimilislegu umhverfi heima hjá mér  🙂

Dagsetning: 18.september, miðvikudagur  kl. 17.00-20.00

Verð: 5500 kr

Hámark 12 manns

Ef þig langar að koma sendu mér þá nafnið þitt og netfang á heilsumamman@gmail.com  eða skilaboð í gegnum facebook síðuna og ég sendi þér upplýsingar um heimilisfangið :)

Hér eru myndir frá fyrra  námskeiði

Hlakka til að sjá ykkur og eiga skemmtilega stund saman :)

Þetta er níunda námskeiðið og það síðasta í bili, í Nóvember verður framhaldsnámskeið kynnt 🙂 

Published by

6 thoughts on “Nærðu þig vel – matreiðslunámskeið 23.október

    1. Sæl, gaman að heyra 🙂
      Ég er með þessi námskeið í smá pásu út af namminámskeiðinu sem ég hef verið með undanfarið. Tek örugglega 1-2 af þessum eftir áramót 🙂
      Kær kveðja,
      Oddrún

Leave a Reply