Gojiberjasjeik

Hér kemur uppskrift af yndælis sjeik,  yngri stelpan mín og vinkona hennar drukku heil ósköp af drykknum og sögðu að þetta væri besti og fallegasti sjeik í heiminum enda auðvitað bleikur 🙂

gojiberjasjeik

Hráefni:

  • 3 dl frosin jarðaber
  • 3 dl frosið mangó
  • 2 msk gojiber
  • 1/2 avacado
  • 1 dl kókosmjólk
  • ca 6 dl vatn
  • 7-10 dropar Stevía frá Via Health með hindberjabragði

Aðferð:

Öllu blandað vel saman í blandaranum og drukkið svo með bestu lyst  🙂

Mér finnst ótrúlega gott að setja nokkra dropa af Stevíu út í drykkina, það þarf þó að passa að setja ekki of mikið og frekar að byrja smátt og smakka sig áfram.  Stevían hækkar ekki blóðsykurinn en gefur sætt og gott bragð.  Það er líka töluvert ódýrara að nota hana heldur en td. hunang eða hlynsýróp þar sem þarf bara örfáa dropa í hvert sinn.

Published by

Leave a Reply