Jæja, nú er komið að því, námskeiðin sem ég byrjaði með í eldhúsinu heima í fyrra halda áfram, núna í Lifandi Markaði.
Langar þig til að bæta mataræði þitt eða fjölskyldunnar? Vantar þig nýjar hugmyndir eða veist ekki hvar þú átt að byrja? Besta leiðin til að bæta mataræðið er oft sú að byrja að bæta einhverju nýju, spennandi og bragðgóðu inn.
Við búum til og smökkum:
– Grænan sjeik, möndlumjólk, chia graut, morgungraut, 2 kínóarétti, girnilegt salat, heimagert ofurhollt súkkulaði og hráköku. Við borðum síðan saman og spjöllum um allt það sem ykkur langar að spyrja um.
Námskeiðið er í formi fyrirlesturs og sýnikennslu. Það fylgir með uppskriftarheftið: 65 næringarríkar uppskriftir
Ég byggi námsefnið á hugmyndarfræði IIN (Institute for Integrative nutrition)
Staður: Lifandi Markaður, Borgartúni 24
Dagsetning: 17.mars, mánudagur kl. 17.00-20.00
Verð: 7500 kr
Til að skrá þig sendu mér þá nafnið þitt og netfang á heilsumamman@gmail.com eða skilaboð í gegnum facebook síðuna
Hlakka til að sjá ykkur og eiga skemmtilega stund saman
Published by