Það var gaman að fá að gefa uppskrift fyrir Fréttablaðið í dag, hérna kemur hún fyrir ykkur sem misstuð af Fréttablaðinu í dag.
Hráefni:
- 6 msk kókosolía (við stofuhita)
- 4 msk kakó
- 4 msk hlynsýróp
- 2,5 msk hnetusmjör (án sykurs)
- 3 hrískökur
- 2 msk sólblómafræ eða pekanhnetur
- 2 -3 msk mórber (má sleppa en hvet ykkur til að prufa)
Aðferð:
- Blandið saman kókosolíu, hlynsýrópi, kakói og hnetusmjöri.
- Myljið hrískökurnar saman við og blandið vel.
- Bætið saman við sólblómafræjum eða smátt söxuðum pekanhnetum ásamt mórberjunum.
- Setjið blönduna í sílíkonmót eða leggið bökunarpappír ofan í mót og setjið blönduna ofan á bökunarpappírinn.
- Setjið inn í frysti í amk. 30 mín.
Best að geyma inni í frysti (ef það verður afgangur)
Það má alveg sleppa hnetusmjörinu og setja þá aðeins minna af hrískökunum.
Það má líka setja hvað sem er saman við, nota það sem er í skápunum, þurrkuð trönuber, rúsínur, kókosmjöl, kókosflögur, sesamfræ ofl.
Það er svo gaman að búa sér til sitt eigið nammi 🙂 Það eru ennþá sæti laus á nammi-námskeiðið sem verður á mánudagskvöldið hjá Lifandi markaði, 2 klst, fullt af smakki, flott uppskriftarhefti með 40 uppskriftum og skemmtileg kvöldstund 🙂
Það er enginn eiginlegur fyrirlestur um sykur eins og við Steinunn vorum með fyrir áramót en ég kem inn á fullt af hlutum, t.d. mismunandi sætu sem hægt er að nota ofl.
Njótið helgarinnar 🙂
[…] Hnetuhrískex – Laugardagsnammi sem okkur fjölskyldunni þykir mjög gott. Gaf Fréttablaðinu […]
Sæl
Æðislegt nammi!!
Takk kærlega fyrir og takk fyrir að fylgjast með síðunni 🙂
Kveðja,
Oddrún