Nærðu þig vel – 30.apríl – Hveragerði

Það hafa komið margar fyrirspurnir um námskeið á Selfossi eða Hveragerði undanfarið svo það er ekki eftir neinu að bíða og redda því bara 😉

Þetta er ekki langur fyrirvari en vonandi kemur það ekki að sök.

Þetta námskeið hefur verið vinsælt og hjálplegt fyrir þá sem vilja nýjar hugmyndir af hollustu inn í mataræðið og hentar einnig þeim sem vilja mjólkurlaust, glúteinlaust og sykurlaust fæði.

Við búum til og smökkum:
– Grænan sjeik, möndlumjólk, chia graut, morgungraut,  2 kínóarétti, girnilegt salat, heimagert ofurhollt súkkulaði og hráköku.  Við borðum síðan saman og spjöllum um allt  það sem ykkur langar að spyrja um.

Námskeiðið er í formi fyrirlesturs og sýnikennslu og þið fáið fullt fullt að smakka.  Einnig fylgir með veglegt uppskriftarhefti: 65 næringarríkar uppskriftir

Ég byggi námsefnið á hugmyndarfræði IIN (Institute for Integrative nutrition)

Staður: Hjarðarból, gistiheimili, rétt hjá Hveragerði

Dagsetning: 30.apríl, miðvikudagur  kl. 18.00-21.00

Verð: 7500 kr

Til að skrá þig sendu mér þá nafnið þitt og netfang á heilsumamman@gmail.com  eða skilaboð í gegnum facebook síðuna

Hlakka til að sjá ykkur og eiga skemmtilega stund saman :)

namskeid

Published by

Leave a Reply