Súkkulaði chia grautur

Ef þú ert ekki farin að nota chia fræin, ekki fresta því þau eru alveg frábær viðbót við daglegt fæði.  Stútfull af trefjum, kalki, góðri fitu, vítamínum og andoxunarefnum.

Um daginn setti ég inn uppskrift af chia súkkulaði búðingi, það þýddi að það þurfti að nota blandarann og bæta við avakadó (sem er auðvitað alveg brilliant) en hér kemur uppskrift sem er töluvert fljótlegri og tilvalin í hversagslegum morgun „hasar“.

IMG_8356

Uppskriftin er fyrir 1 og svo er bara að margfalda með fjölda fjölskyldumeðlima eða gera stóran skammt því grauturinn endist í nokkra daga í lokuðu íláti t.d. glerkrukku með loki.

Hráefni:

  • 2 msk chia fræ
  • 1 msk hamp fræ
  • 1 tsk kakó
  • 2 dl vatn eða mjólk að eigin vali.
  • 1-2 dropar stevía að eigin vali (fara MJÖG varlega og alls ekki setja of mikið)

Aðferð:

Setjið allt í skál, hrærið vel og bíðið í ca. 10 mín eða búið til að kvöldi og grauturinn bíður tilbúin að morgni.

Bragðbætið með ávöxtum að eigin vali, sem er næstum því ALLTAF pera hjá mér, mér finnst bara súkkulaði og perur eiga svo dásamlega saman.  Það er líka gott að setja banana en börnin mín fá svo oft illt í magann eftir að þau borða banana að ég nota þá ekki mikið.

Skreytið grautinn með ofur hollustu t.d. hnetum af öllum stærðum og gerðum og/eða þurrkuðum ávöxtum, goji berjum, mórberjum eða kókosflögum.  Valhnetur eru til dæmis dásamlegt morgunfæði nú þegar skólarnir eru að byrja, stútfullar af Omega-3 fyrir heilann og minnið.

IMG_7929

Hjá mér virkar vel að setja allt á borðið og hver blandar fyrir sig, því sumir eru með sterkar skoðanir á því hvað á að fara í skálina og hvað EKKI 😉

IMG_7851

Borðið grautinn eins og hann kemur fyrir eða hellið út á hann mjólk af eigin vali.

IMG_8096Góðar morgunstundir 🙂

6 athugasemdir við “Súkkulaði chia grautur

  1. Bakvísun: 10 Mismunandi morgungrautar | Heilsumamman

  2. Bakvísun: Vinsælustu uppskriftir ársins 2014 | Heilsumamman

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s