Heitt kakó á köldum haustdögum

Ég bara spyr, er eitthvað betra heldur en heitur kakóbolli eftir góða útiveru þegar fer að kólna svona í veðri ?  Tja, kannski heit kjötsúpa myndi hafa vinninginn.  En allavegna þá elska ég heitt kakó og einnig restin af fjölskyldunni.  Gallinn er sá að kakóblöndurnar sem hægt er að kaupa tilbúnar úti í búð eru ekki með sérstaklega skemmtilega innihaldslýsingu.  Yfirleitt allt of mikill sykur og einnig búið að bæta allskonar aukaefnum saman við.

Heitt kakó

Hér kemur einföld uppskrift af heitu kakói:

  • 1 tsk kakó
  • 2 tsk kókospálmasykur eða hrásykur
  • 2,5 dl soðið vatn
  • örlítið salt og hrein vanilla

Blandið kakói, sykri, salti og vanillu saman í bolla og hellið sjóðandi vatni yfir, hrærið vel og kælið með mjólk að eigin vali….tja, eða þeyttum rjóma !!!

 Sykurlaust eða sykurminna kakó 

Til að útbúa sykurlaust kakó er sniðugt að nota Erýtríol í stað sykursins.   Athugið að Erýtríolið hefur aðeins 70 % af sætleika sykurs og því þurfa teskeiðarnar að vera 3.

En hinsvegar eftir nokkrar prófanir er ég sjálf komin niður á mína uppáhaldsblöndu,  það að blanda erýtríolínu saman við kókospálmasykur (eða hrásykur)  því þar sem erýtríolið er sætt en samt vantar einhvern megin “dýptina” í bragðið.

Þannig að sykurminni útgáfa hjá mér myndi líta svona út:

  • 1 tsk kakó
  • 1 tsk kókospálmasykur eða hrásykur
  • 2 stk Strásæta frá Via Health (Fínmalað Erýtríol)
  • 2,5 dl vatn
  • örlítið salt og hrein vanilla

IMG_1020

 

IMG_1025

Ég hef aðeins verið að fikra mig áfram með að nota Erýtríol þar sem sérfræðingarnir virðast  vera sammála um að það sé góður kostur.  Ég hef sjálf verið hrifnari af döðlum, hlynsýrópi og kókospálmasykri en það er gaman að prufa eitthvað nýtt.  Erýtríolið hækkar ekki blóðsykurinn og er góður kostur fyrir sykursjúka.  Ég hef gert nokkrar tilraunir en ekki þótt allt takast vel en það er spennandi að prufa sig áfram 🙂

 

En þó þetta sé auðvelt  þá eru nú ekki allir sem nenna að finna til kakó, sykur, salt, vanillu í hvert skipti sem á að fá sér kakóbolla…. og þá er góð hugmynd að blanda bara í krukku.  Þetta gerði ég fyrir eiginmanninn sem var að kvarta yfir því að það væri alltof flókið að fá sér heitt kakó.  Hann saknaði þess að eiga ekki bara Swiss Miss í skápnum.  En vandamálin eru til þess að leysa þau og daginn eftir var komin krukka með skýrum leiðbeiningum (mjög miklvægt).

IMG_1022

Þið getið að sjálfsögðu notað hvaða vanillu sem er en þessi er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér

IMG_1023

 

Verði ykkur að góðu 🙂

Heitt kakó

 

 

 

 

 

 

Published by

Leave a Reply