Þessi réttur passar svo sannarlega vel á þessum árstíma, kalt úti og allt á kafi i snjó. Finnst svona kássur svo ótrúlega góðar á veturna, setja bara allt það grænmeti sem við eigum til og finnst gott. Afanginn má svon nota sem súpu síðar.
Hráefni:
- 500 g lambagúllas – skorið í litla bita
- 1 msk olía
- 1-2 laukar
- 1 – 2 paprikur
- 4 gulrætur
- 2 sellerístilkar
- 3 hvítlauksgeirar
- Meira grænmeti að eigin vali: kartöflur, sætar kartöflur, rófur, brokkolí
- chilli pipar, lítill biti, ef þið eigið hann ekki til þá bara krydda með örlitlu chilli kryddi
- 2 msk lambakraftur (án aukaefna)
- 2 msk tómatkraftur (má sleppa)
- Maukaðir tómatar í dós – þetta er val, ég set það stundum og stundum ekki
- 0,5 liter vatn (bæta við ef þarf )
- 2- 3 msk Lambakrydd úr 1001 nótt frá Pottagöldrum
- fersk steinselja og / eða basilika í lokin
Aðferð:
- Hitið olíu í potti og mýkjið laukin.
- Bætið kjötinu út í og leyfið því að brúnast ásamt hvítlauk og chilí.
- Skerið sellerí í litla bita eða setjið í blandara með 1 dl af vatni og maukið.
- Skerið allt grænmeti í litla bita.
- Bætið grænmeti, vatni, krafti og kryddi út í og sjóðið LENGI LENGI við lágan hita.
- Þegar rétturinn er tilbúinn bætið þið kryddjurtunum út í.
Berið fram með salati og hýðishrísgrjónum, kínóa eða blómkálsgrjónum
Spari útgáfan af þessu gúllasi er að bæta við uþb. 1 dl af rjóma eða kókosmjólk út í við lok eldunartímans.
Hvar hefurðu verið að kaupa lambagúllas? Ég hef ekki fundið það í búðum hér fyrir norðan.. :/
Ég hef fengið það í kjötborðinu í Fjarðarkaup 🙂