Lambagúllas

Þessi réttur passar svo sannarlega vel á þessum árstíma, kalt úti og allt á kafi i snjó.  Finnst svona kássur svo ótrúlega góðar á veturna, setja bara allt það grænmeti sem við eigum til og finnst gott.  Afanginn má svon nota sem súpu síðar.

lambagúllas

Hráefni:

 • 500 g lambagúllas – skorið í litla bita
 • 1 msk olía
 • 1-2 laukar
 • 1 – 2 paprikur
 • 4 gulrætur
 • 2 sellerístilkar
 • 3 hvítlauksgeirar
 • Meira grænmeti að eigin vali: kartöflur, sætar kartöflur, rófur, brokkolí
 • chilli pipar, lítill biti, ef þið eigið  hann ekki til þá bara krydda með örlitlu chilli kryddi
 • 2 msk lambakraftur (án aukaefna)
 • 2 msk tómatkraftur (má sleppa)
 • Maukaðir tómatar í dós –  þetta er val, ég set það stundum og stundum ekki
 • 0,5 liter vatn (bæta við ef þarf )
 • 2- 3 msk Lambakrydd úr 1001 nótt frá Pottagöldrum
 • fersk steinselja og / eða basilika í lokin

Aðferð:

 

 1. Hitið olíu í potti og mýkjið laukin.
 2. Bætið kjötinu út í og leyfið því að brúnast ásamt hvítlauk og chilí.
 3. Skerið sellerí í litla bita eða setjið í blandara með 1 dl af vatni og maukið.
 4. Skerið allt grænmeti í litla bita.
 5. Bætið grænmeti, vatni, krafti og kryddi út í og sjóðið LENGI LENGI við lágan hita.
 6. Þegar rétturinn er tilbúinn bætið þið kryddjurtunum út í.

Berið fram með salati og hýðishrísgrjónum, kínóa eða blómkálsgrjónum

Spari útgáfan af þessu gúllasi er að bæta við uþb. 1 dl af rjóma eða kókosmjólk út í við lok eldunartímans.

2 athugasemdir við “Lambagúllas

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s