Dásamlegur kaldur kaffidrykkur

Á ferðalögum erlendis verð ég alltaf að koma við og fá mér að minnsta kosti einn frappuccino á Starbucks.  Ég er alveg laus við löngunina hér heima en sennilega eru það allar utanlandspælingarnar þessa dagana sem komu þessari löngun af stað.  Þar fyrir utan skein sólin hátt á lofti og hitastigið var alveg komið upp í 5 gráður og hægt að fara út á peysunni vhúúúhúúú 🙂   Ég skellti í hollari útgáfu af köldum kaffidrykk og útkomin var dásamleg.  Þetta á eftir að vera gert oft í sumar skal ég segja ykkur.

 

 

frappó

 

Hráefni:

  • 2 dl kalt sterkt kaffi
  • 2 dl vatn
  • 1/2 dl möndlur
  • 4-6 litlar döðlur (magn eftir smekk)
  • nokkrir karamelludropar frá Natali (ca svona 1/2 tsk)
  • 2 dl klaki
  • Rifið súkkulaði ofan á til skrauts (Þarf ekki)

 

Aðferð:

  1. Setjið allt í blandarann og blandið vel.
  2. Það er nauðsynlegt að láta blandarann ganga það lengi að möndlurnar blandist alveg og séu ekki í flygsum í drykknum.
  3. Hellið í stórt glas og drekkið… helst úti í sólinni 🙂

frappó

OK, ég veit það að venjulegur Frappoccino er með þeyttum rjóma, yfirleitt karamellu eða súkkulaðisósu en þessi dugar fínt fyrir mig enda var tilgangurinn að búa til hollan kaffidrykk.   Ég raspaði 85 % súkkulaði yfir til að gera drykkinn aðeins meira “djúsí” og það kom vel út.

Hérna eru karamelludroparnir sem ég notaði, þeir eru lífrænir og án allra aukaefna og alveg einstaklega bragðgóðir:

Poppaðar amaranth nammikúlur

 

frappó

Verði ykkur að góðu 🙂

Published by

2 thoughts on “Dásamlegur kaldur kaffidrykkur

Leave a Reply