Brunch í Spírunni

Eins og flestir vita sem fylgjast með því sem ég er að gera þá er með námskeiðin mín í Spírunni í Garðheimum.  Spíran er frábær veitingastaður sem býður upp á næringarríkan mat og allt búið til frá grunni.  Það er bæði hægt að fá þar grænmetisrétti, kjötrétti og fisk.  Semsagt eitthvað fyrir alla.

Fyrir nokkru byrjaði Spíran að bjóða upp á helgar Brunch.   Ég fór ásamt eiginmanninum og prófaði og vááá  hvað þetta er flott.  Ég snappaði heimsóknina og ég veit að fólki leist svo vel á að einhverjir hafa þegar farið.   Mig langaði bara að segja ykkur frá þessu þar sem gæðin voru í algeru fyrirrúmi en jafnframt skilst mér að þetta jafnframt ódýrasti Brunchinn í bænum.  Eiginmaðurinn gat ekki hætt að tala um hvað beikonið væri gott og hvað allt væri gott.  Ég held að hann hafi ekki verið búin að gera svo miklar vonir og hélt að við værum að fara á einhvern “heilsustað” (já við hjónin erum ekki alveg sammála þegar matur er annars vegar).

Það sem var svo skemmtilegt var að það var bæði hægt að fá sér chia/hafra graut, grænan safa og gularótar/engifer safa, bakað grænmeti, fullt af ávöxtum en en svo var næsti maður kannski með  mini hamborgara, beikon og frech toast.  Já algerlega eitthvað fyrir alla.

En ég læt bara myndirnar tala sínu máli


Já ég prófaði margengstertuna með kaffinu og jú ég var í smá sykursjokki á eftir, en sem betur fer var þetta bara lítil sneið og ég hlaut engan varanlegan skaða af 😉  Smá sunnudagstrít ásamt Creme brulé og gæða ostum.

Mæli 100 % með heimsókn í Helgarbrunch í Spírunni 🙂

 

Published by

Leave a Reply