Kryddaðir hafraklattar

Mjúkir og kryddaðir hafraklattar.  Tilvaldir með tebollanum eða kaffibollanum.   Hversdags eða um helgina !

Það tekur stuttan tíma að baka þessa klatta en því miður eru þeir fljótir að klárast.  Það hefur enn ekki reynt mikið á geymsluþolið á þessum kökum á þessu heimili 😉

 

Þessi uppskrift gerir um 20-25 klatta

Hráefni. 

  • 4 dl haframjöl
  • 1,5 dl kókosmjöl
  • 1,5 dl fræ (sólblóma/ sesam)
  • 100 g smjör/ 1 dl olía
  • 2 egg
  • 1 dl kókospálmasykur (má minnka fyrir sykurminni útgáfu)
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 tsk kanill
  • 1/2 tsk negull
  • smá salt
  • 60 gr smátt saxað dökkt súkkulaði ( notum líka stundum hvítt súkkulaði með til hátíðarbrigða) og það má líka skipta súkkulaðinu út fyrir 1 dl af smátt söxuðum döðlum

 

Aðferð: 

  1. Hitið ofninn í  180°C
  2. Bræðið smjörið eða olíuna (ef þið notið kókosolíu)
  3. Pískið eggin vel og blandið smjörinu/olíunni saman við þau ásamt sykrinum.
  4. Bætið þurrefnunum saman við blönduna.
  5. Setjið deigið á bökunarpappír  (1 msk hver kaka)
  6. Bakið í  12-15 mín.

Þær mega vera örlítið mjúkar þegar þær koma út úr ofninum því þær harðna þegar þær kólna.  

 

Published by

Leave a Reply