Nú er hún komin, uppfærð e-bók sem inniheldur uppáhalds uppskriftirnar. Nú hef ég uppfært hana ásamt því að bæta við fleiri uppskriftum. Þetta eru uppskriftirnar sem við höfum notað á nammi námskeiðunum svo ef þú ert ein/einn af þeim sem ekki komst á námskeið hefurðu frábært tækifæri til að eignast uppskriftirnar.
Allar uppskriftirnar eru bragðgóðar, einfaldar og án mjólkurafurða og glúteins. Einnig er ekki notaður hvítur sykur og reynt að halda sætu í lágmarki. Við notumst við náttúrulega sætu eins og döðlur, hlynsýróp og kókospálmasykur. Ekki er nein gervisæta notuð í þessum uppskriftum.
Bókin kostar 1490 kr og kemur á bæði pdf og epub formi. Þú smellir á myndina og þá ertu komin á sölusíðuna. Þar velurðu bókina og gefur upp allar þær upplýsingar sem beðið er um. Ástæðan fyrir því að þú velur lykilorð er sú að ef þú týnir bókinni úr símanum eða færð þér nýjan síma geturðu hvenær sem er farið og sótt bókina aftur eftir að þú hefur keypt hana.
Smelltu hér eða á myndina til að kaupa bókina
Ég er að nota nýtt forrit til að geta tekið á móti greiðslum með kreditkorti svo nú þarf ekki lengur að millifæra til að koma á námskeið og kaupa rafbækur. Ég er mjög spennt fyrir þessari nýjung og vona svo sannarlega að þetta komi ykkur vel og einfaldi okkur öllum lífið 🙂
Published by