5 uppáhalds ilmkjarnaolíurnar – í eldhúsinu

Eitt af því sem ég gjörsamlega elska eru ilmkjarnaolíur.   Mér finnst þær vera frábært hjálpartæki fyrir heilsusamlegan lífstíl.  Þær eru unnar úr jurtum, trjám og blómum eru svo sterkustu jurtalyf sem finnast.  Það er talað um að þær sé t.d. 75-100 sinnum kraftmeiri en te.

Ilmkjarnaolíur eru stórmerkilegar, þær eru snilld í matargerð og til að þrífa heimilið þar sem þær eru náttúrulega örverueyðandi og bakteríudrepandi en einnig eru sumar bólgueyðandi og sveppadrepandi.  Sumar eru græðandi og aðrar eru mikið notaðar í snyrtivöruheiminum þar sem þær geta dregið úr hrukkum og haft jákvæð  áhrif á húðina.  Það sem mér finnst samt einna merkilegast er hvernig þær geta haft áhrif á taugakgerfið, hvort sem er að örva eða róa.  Þær geta haft áhrif á tilfinningar, t.d róað stress og kvíða, hjálpað okkur að sofa betur, sumar eru verkjastillandi, aðrar geta hresst okkur við, aukið gleði og einbeitingu.

Vinir mínir hafa ekki farið varhluta af þessum áhuga mínum og einnig hef ég fengið mikið af fyrirspurnum alltaf þegar ég hef komið með einhverja nálgun á ilmolíum á story í Instagram.  Þess vegna ákvað ég  LOKSINS að koma einhverju niður á blað.

Ég ætla að byrja á því að deila hvaða olíur ég nota mest í eldhúsinu.

En það eru þessar 5:  Lemon,  Wild Orange, Lime, Peppermint og Lemongrass. 

Hvernig nota ég þær í matargerð ?

  • Lime, Wild Orange og Lemon nota ég mikið í græna drykki.  Það þarf ekki nema um það bil 2-3 dropa í fulla könnu af smoothie.
  • Lemon út í volgt vatn á morgnanna.  Á tímabili var ég rosalega dugleg að drekka sítrónuvatn á morgnanna.  Mér fannst það svo hressandi og frískandi… alveg þangað til að tannlæknirinn minn hundskammaði mig og spurði hvað ég væri í ósköpunum að gera?  Það var komið svo mikil glerungseyðing að við tók tveggja ára uppbyggingarvinna með flúormeðferð.  Núna er þetta í góðum málum en ég legg ekki í sítrónuvatnið.  Hinsvegar er ilmkjarnaolían unnin úr berki sítrónunnar og því engin sýra.  Þannig að nýja sítrónuvatnið mitt á morgnanna er volgt vatn með einum dropa af Lemon olíunni.   Áhrifin á líkamann eru þau sömu, hún hreinsar alveg eins og sítrónuvatnið.
  • Peppermint nota ég aðallega í nammikúlur og allskonar nammigerð.  Marsípan kúlur með piparmyntubragði, piparmyntusúkkulaði, súkkulaðihrákaka með piparmyntubragði o.s.v.fr.
  • Wild orange nota ég líka í nammigerð.  Hnetukúlur með appelsínukeim, appelsínusúkkulaði, marsípankúlur með appelsínubragði o.s.v.fr.
  • Lemongrass nota ég út í asíska rétti og súpur.  Lemongrass er svo ótrúlega gott í tælenska rétti og tælenskar súpur en fæst ekki alltaf og yfirleitt í verslunum sem eru kannski ekki alltaf í leiðinni.  Þannig að mér finnst frábært að redda mér með 1-2 dropum í súpuna.

Næst ætla ég segja ykkur frá hvaða 5 olíur ég nota til að þrífa heimilið og hvaða 5 olíur ég nota mest í heima dekri.

 

doTerra

Ég sjálf nota ilmkjarnaolíurnar frá doTerra.  Ég kynnist þeim fyrir 2 árum og er mjög glöð með að hafa kynnst þessari snilld.  Best finnst mér þó að það megi taka þér inn, þ.e.a.s. nota þær í matargerð.  Þið skuluð alls ekki nota ilmolíur í matargerð nema framleiðandinn mæli með því og það er yfirleitt ekki mælt með því fyrir ódýrustu olíurnar, því miður.   Það eru margir sem framleiða ilmolíur, ég hef prófað nokkrar gerðir en af öllum sem ég hef prófað finnst mér þessar frá doTerra vera bestar.  Það er því miður ekki hægt að versla þær útí búð en mjög þægilegt að gerast kaupandi hjá þeim, þá fær maður 25 % afslátt, fær þær sendar heim að dyrum með DHL og það er engin skuldbinding um hversu mikið þarf að versla.  Ef það er eitthvað sem ykkur langar að kynna ykkur betur er ykkur velkomið að hafa samband (heilsumamman@gmail.com) og ég get aðstoðað ykkur 🙂

 

Published by

One thought on “5 uppáhalds ilmkjarnaolíurnar – í eldhúsinu

Leave a Reply