Vor námskeið 2020

Nú er akkúrat tíminn til að næra sig vel og borða hreinan mat sem gefur okkur orku og kraft.  Langar ekki öllum að vera svolítið frísklegir í sumar ? Hvernig væri að skella sér á matreiðslunámskeið og læra einföld trix í eldhúsinu. Allt sem við búum til er næringarríkt, einfalt og bragðgott.

Þar sem aðstæður í þjóðfélaginu bjóða ekki upp á matreiðslunámskeið núna aðlögum okkur bara að breyttum aðstæðum og komum með matreiðslunámskeiðið heim til þín. Þú færð sendan innkaupalista og undirbúningsplan, uppskriftahefti og hittumst svo í gegnum Zoom forritið og eldum saman. (Þú færð líka leiðbeiningar varðandi zoom forritið).

Allir verða í sínu eldhúsi, með sínar græjur og þegar námskeiðinu lýkur ertu búin að fylla ísskápinn af allskyns góðgæti sem þú getur notið næstu daga.

Það verða nokkur mismunandi námskeið næstu vikurnar en aðeins eitt verð 4900 kr og þú getur boðið makanum eða börnunum að vera með þér á námskeiðnu (fer auðvitað eftir plássi hjá þér hversu margir geta stússast á sama tíma).


Þetta eru næstu námskeið:  

Morgunmatur og millimál – 22.apríl kl. 18.00-21.00 (miðvikudagur)
Ath. 20 % afsláttur af þessu námskeiði þar sem það er fyrsta námskeiðið með þessu sniði !!

Á matseðlinum verður meðal annars:

  • Frækex og pesó
  • Múslí – hnetumúslí og súkkulaðimúslí
  • Möndlumjólk og morgungrautur
  • Rauðrófudrykkur sem kemur á óvart
  • Næringarríkar nammikúlur

Sumarleg sætindi – 13.maí kl. 18.00-20.00 (miðvikudagur)
– 4.júní kl. 18.00-20.00 (fimmtudagur)

Á matseðlinum verður meðal annars:

• Límónu-hindberja “ís” kaka
• Súkkulaðikaka sem ekki þarf að baka
• Ávextir með hnetumylsnu og karamellusósu
• Brjálæðislega góður berjaís með súkkulaðisósu
• Orkubitar í ferðalögin
• Sumarlegar sítrónukúlur

 

 

Sumarleg salöt, meðlæti og sósur  – 27.maí kl. 18.00-21.00 (miðvikudagur)

Nýtt og spennandi námskeið.  Hérna munum við búa til allskonar meðlæti, sósur og salöt til að gera grillmatinn í sumar enn girnilegri og bragðmeiri.

Til dæmis:

  • Fallega rauðrófusalatið
  • Litríkt hirsi salat frá Mið-austurlöndum
  • Ristuð  fræblanda
  • Bakaðar paprikur
  • Romesco sósa
  • Chili “mayjo” sósa
  • Kimchi
  • Sumarleg grænmetisnúðluskál

Skráning á námskeiðin hér: https://forms.gle/1W65LLJQ2VkiCDBf6

Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og án dýrapróteina svo þetta hentar nánast öllum sem vilja hreinan og góðan alvöru mat hvort sem þeir eru með einhver mataróþol, eru Vegan eða Paleo.

Þetta er mikil breyting frá því að hittast saman í Heilsuborginni en ef tæknin bregst þér og þú nærð ekki að fylgjast almennilega með námskeiðinu færðu námskeiðisgjaldið að sjálfsögðu endurgreitt.

Ath. þrátt fyrir það að námskeiðið sé haldið í gegnum fjarfundabúnað er takmarkað hversu margir komast á hvert námskeið.

Hægt að er sækja um endurgreiðslu af námskeiðisgjaldinu hjá ykkar stéttafélagi.

Hlakka mjög mikið til að sjá ykkur og malla með ykkur 🙂

Kveðja,

 

 

 

Published by

Leave a Reply