Jæja… smá framhald af ilmkjarnaolíu umræðunni. Síðast sagði ég ykkur frá hvaða olíur ég nota mest í eldhúsinu: https://heilsumamman.com/2020/04/09/5-uppahalds-ilmkjarnaoliurnar-i-eldhusinu/
Eins og áður sagði eru ilmolíur frábært hjálpartæki fyrir heilsusamlegan lífstíl. Þær eru sniðugar til að þrífa heimilið þar sem sumar náttúrulega örverueyðandi og bakteríudrepandi. Mikið af hreinsiefnum sem seld eru í stórmörkuðum eru stútfull af allskonar eiturefnum, hormónaraskandi efnum og eru bæði slæm fyrir okkur sjálf, fólkið okkar og ekki síður umhverfið. Það eru sem betur fer til mjög góðar lífrænar hreingerningarvörur eins og til dæmis Sonnet en það er líka gaman að nota heimatilbúið.
Þær olíur sem ég nota mest við heimilisþrifin eru þessar 5:
- Melaleuca (Teatree)
- Lemon
- On guard
- Grapefruit
- Wild orange
Lemon
- Besta hreinsispreyið í eldhúsið (30 % edik – 70 % vatn – 10 dropar lemon olía) – þrífa bekki og borð, ísskápinn að utan og innan, fínt til að þrífa innréttinguna ofl.
- Teppahreinsir: 1 dl matarsódi + 10 dropar Lemon olía – Blandið saman, sáldrið yfir teppi, bíðið yfir nótt og ryksugið næsta morgun.
- Setjið nokkra dropa í uppþvottavélina til að fá glans
- Setjið nokkra dropa í þvottavélina eða þurrkarann með þvottinum fyrir góða lykt
- Frábær til að ná límmiðum af krukkum
Melaleuca (Teatree)
- Gott að setja öðru hverju nokkra dropa í þvottavélina með handklæðum til að halda þvottavélinni hreinni frá bakteríum. (Sniðugt að setja lavender með svo lyktin verði betri)
- Ef það kemur mygla í gluggana á veturna þá blanda ég nokkrum dropum af Melaleuca saman við vatn og bursta svæðið með tannbursta og þurrka vel.
- Fyrir algerlega eiturefnalausan klósett hreinsi þá er gott að blanda 4-5 dropum af Melaleuca saman við 2-3 msk af matarsóda og dreyfa yfir svæðið (innan í klósettinu), leyfa því að bíða smá og skrúbba svo með bursta og sturta.
- Melaleuca er svo alger bólueyðir – en meira um það í næsta pósti 🙂
Wild orange
- Setja nokkra dropa í þvottavélina eða þurrkaran fyrir góða lykt af þvottinum – (set bara 2-3 dropa með þvottinum).
- Setjið nokkra dropa í smá pappír og ryksugið hann upp og ryksugan sér um að dreyfa góðri lykt um húsið meðan ryksugað er.
- Blandið saman við lyktarlausa handsápu í baðherberginu fyrir dásamlega og sumarlega lykt.
Onguard
Onguard er mjög kraftmikil bæði til að þrífa en einnig styrkir hún ónæmiskerfið (meira um það seinna)
Hér er uppskrift af alhliða hreinsispreyi sem gott er að nota á baðherberginu, á fituga fleti og erfið óhreinindi og ég nota Onguard olíuna í þetta sprey en það má þó alveg nota aðrar olíur.
Alhliða hreinsisprey
- 225 ml vatn
- 125 ml edik
- 2-3 msk dr. Bronner sápa eða lífrænn uppþvottalögur (ef þið eigið til)
- 20-25 dropar ilmkjarnaolíur (eftir því hvað þið eigið til)
- Lemon og Teatree (Melaluca)(15+15)
- Onguard (30)
- Eucalyptus, Peppermint og Wild Orang(10+10+10)
Grapefruit
- Gerir svo ótrúlega góða lykt þegar hún er sett ilmolíulampann þegar verið er að gera hreint og fínt
- Góð til að búa til lyktarsprey á baðherbergið.
Og síðast en ekki síst þegar ég nenni ekki að þrífa og taka til er algert kraftaverk að setja nokkra dropa af piparmyntu og Wild orange í ilmolíulampann – fyrir nenn til að þrífa 😉
Nóg í bili – næst kemur smá umfjöllun um mínar 5 uppáhalds olíur þegar kemur að heima dekrinu.
Ég sjálf nota ilmkjarnaolíurnar frá doTerra. Ég kynnist þeim fyrir 2 árum og er mjög glöð með að hafa kynnst þessari snilld. Best finnst mér þó að það megi taka þér inn, þ.e.a.s. nota þær í matargerð. Þið skuluð alls ekki nota ilmolíur í matargerð nema framleiðandinn mæli með því og það er yfirleitt ekki mælt með því fyrir ódýrustu olíurnar, því miður. Það eru margir sem framleiða ilmolíur, ég hef prófað nokkrar gerðir en af öllum sem ég hef prófað finnst mér þessar frá doTerra vera bestar. Það er því miður ekki hægt að versla þær útí búð en mjög þægilegt að gerast kaupandi hjá þeim, þá fær maður 25 % afslátt, fær þær sendar heim að dyrum með DHL og það er engin skuldbinding um hversu mikið þarf að versla. Ef það er eitthvað sem ykkur langar að kynna ykkur betur er ykkur velkomið að hafa samband (heilsumamman@gmail.com) og ég get aðstoðað ykkur 🙂
Published by