Hunangsristaðar möndlur með engifer

Jæja loksins kemur ný uppskrift inn.  Það er búið að vera brjálað að gera síðustu daga. Eiginmaðurinn búin að vera í útlöndum, amma og afi að norðan búin að vera í heimsókn, búið að eyða einum degi á slysó og ýmislegt fleira svo það hefur verið lítill tími til að setja inn einhverjar uppskriftir.  En bæti úr því hér með.

Þessar ristuðu möndlur hafa heldur betur slegið í gegn á heimilinu hjá öllum aldurshópum.  Þær eru liður í því að finna hollara snakk heldur en kartöflu-transfitu-msg snakkið sem eiginmaðurinn kaupir gjarnan.  Og áætlunarverkið tókst því honum fannst þetta ekkert smá gott 🙂 Þær eru bæði saltar og sætar og verða því skemmtileg blanda mitt á milli þess að vera snakk og nammi.

IMG_2796

Hráefni:

 • 2,5 bollar möndlur
 • 2 msk vatn
 • 2 tsk olía (ég hef bæði prufað að nota kókosolíu og vínberjakjarnaolíu = bæði gott )
 • 1/4 bolli hrásykur
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk malað engifer
 • 2 msk hunang

Aðferð:

 1. Setjið möndlur á bökunarplötu og bakið í ofni í 10-15 mín við 160°C  Hrærið í þeim nokkrum sinnum á meðan.
 2. Á meðan hitið þið í litlum potti hunang, vatn og olíu.  Látið suðuna koma upp en lækkið svo hitann.
 3. Í annari skál blandið þið saman sykri, salti og engiferi.
 4. Þegar möndlurnar eru komnar út úr ofninum setjið þær þá út í pottinn og hrærið þangað til þær eru vel hjúpaðar (getur tekið nokkrar mín).
 5. Stráið nú sykurblöndinni yfir og hrærið vel, setjið á bökunarpappír og látið kólna.

Verði ykkur að góðu 🙂

Þær endast í viku í loftþéttu íláti.

Það má skipta engifer út fyrir kanil.

Ég prufaði að nota kókospálmasykur og þannig er þær talsvert hollari en í sannleika sagt þá verða þær töluvert betri á bragðið með venjulegum hrásykri.  Ástæðan var sú að kókospálmasykurinn bráðnaði mikið meira heldur en hrásykurinn gerði.

5 athugasemdir við “Hunangsristaðar möndlur með engifer

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s