Súkkulaðikaka sem þarf ekki að baka

Þessa köku gerðum við mæðgurnar um síðustu helgi þegar önnur þeirra fékk vinkonu í heimsókn.  Klukkan var að verða fjögur, ég mátti ekki vera að neinu eldhúsveseni en öllum langaði í eitthvað gott.  Hér kemur afraksturinn.  Þetta tók okkur uþb. 15 mín frá því við byrjuðum og þangað til kakan var komin á borðið.

IMG_4471

Vinkonunni og stelpunum fannst kakan svo góð að þær fengu sér allar 3 sneiðar sem mér finnst nú bara frábær meðmæli 🙂

Hér kemur uppskriftin:

  • 1 bolli döðlur
  • 1 bolli kókos
  • 1 bolli pecan hnetur
  • 4-5 msk kakó
  • dash af vanillu og himalayja salti
  1. Döðlurnar lagðar í bleyti í smá stund og svo maukaðar með töfrasprota.
  2. Pecan hneturnar malaðar
  3. Öllu hrært saman.
  4. Kakan mótuð, við ákvaðum að leyfa hugmyndafluginu að ráða og mótuðum hana sem hjarta.

Krem ofaná:

  • 5 msk kókosolía
  • 5 msk hlynsýróp
  • 5 msk kakó
  • örlítið af vanillu og smá himalayjasalt

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman, ekki bræða kókosolíuna, heldur hafið hana við stofuhita.
  2. Smyrjið kreminu á kökuna og kælið.
  3. Skrautið ofan á er kókosflögur og mórber (mulberry) en gæti verið hvað sem er t.d. fersk jarðaber nammi namm 🙂

Hér koma fleiri myndir af kökunni sem er sú allra vinsælasta

 

IMG_4518

IMG_4945

Verði ykkur að góðu og góða helgi 🙂

Published by

7 thoughts on “Súkkulaðikaka sem þarf ekki að baka

  1. Þessi er voða góð. Prófaði hana um helgina. Hún minnir mig á gömlu góðu kókoskúlurnar sem maður gerði sem krakki. Kremið er algjört dúndur.
    Kveðja
    Kristín Sig.

  2. Þessi kaka er alveg afbragð. Það tók mig reyndar tæpan hálftíma að útbúa hana (en það var vegna þess að ég var ekki með neina hjálparkokka) 😉

  3. Þessi kaka er ótrúlega góð! Og kremið… hreinn unaður. Ég gat meira að segja sannfært vinnufélagana (sem eru af “gamla skólanum” og hafa verið haldnir þeirri ranghugmynd að allt sem er hollt er bragdauft, -laust eða -vont, gúffa í sig allt þetta hefðbundna sem þeim líður svo illa af en tengja líðanina ekki við matinn…)
    Hjartans þakkir fyrir frábæra síðu 🙂

    Una Hlín (ein af “hinum heilsumömmum”)

  4. Rosalega góð var með afmæli og bauð mömmunum uppá þessa köku mæli hiklaust með að skella í form, bar fram með rjóma, heitri berjasósu sem sagt frosin ber sett í pott og hitað og flórsykur sett saman við og borið fram með..setti jarðaber, kasjúhnetur, kókosflökur og stáði smá meiri kókos yfir..

    kveðja Þorgerður á Sauðárkróki

Leave a Reply to Kristín SigurgeirsdóttirCancel reply