Sigraðu sykurpúkann – námskeið og fyrirlestur

Langar þig að læra að búa til næringarríkara sælgæti ?  Fá fullt af hugmyndum af gotteríi sem nærir, hressir og bætir í stað þess að gera þig þreytta/an og slappan/n.  Framundan er sá árstími þar sem sælgæti og súkkulaði flæðir út um allt og frábært að snúa vörn í sókn með næringarríkum sætindum.

Steinunn Aðalsteinsdóttir er heilsumarkþjálfi sem hefur starfað hjá Heilsuhótelinu síðan 2009 og hún ætlar að vera með mér með þetta námskeið.

Við ætlum að búa til súkkulaði og útfæra það á ýmsa vegu, búa til ofur orkukúlur sem eru frábærar í hversdagsleikanum þegar okkur vantar smá orkubita og búa til fínasta konfekt og hráköku sem sómir sér á hvaða veisluborði sem er.

Við ætlum að ræða um það hvernig við getum gert baksturinn heilsusamlegri og skoða hvaða mismunandi sætu er hægt að nota í staðinn fyrir hvíta sykurinn.  Við ætlum einnig að koma með margar hugmyndir hvernig hægt er halda blóðsykrinum í góðu lagi,  og hvernig við getum við jafn hress og hraust 1.desember til 1.janúar.  Það er engin ástæða til þess að bæta á sig 3 kílóum í desember 🙂

Námskeiðin eru á eftirfarandi dögum:

Fimmtudagur 21.nóvember kl. 18.00-20.30, Heilsuhótelinu, Ásbrú

og

Þriðjudagur 26.nóvember kl. 18.00-20.30 – Lifandi Markaði, Borgartúni

Verð: 5500 kr

Innifalið er:

Uppskriftarhefti með rúmlega 30 mismunandi uppskriftum, grænn drykkur og fullt af smakki.

Við ætlum að hafa þetta voða kósý og skemmtilegt og það er takmarkaður sætafjöldi.

Stevíu-súkkulaði

IMG_4324

IMG_4135 - Copy

Skráning er á heilsumamman@gmail.com

Hlakka til að sjá ykkur 🙂

Published by

2 thoughts on “Sigraðu sykurpúkann – námskeið og fyrirlestur

    1. Sæl, var að átta mig á því að verðið var ekki í póstinum. En það er 5500 kr, er búin að bæta því við núna 🙂
      Kær kveðja,
      Oddrún

Leave a Reply