Næringarrík sætindi og annað góðgæti – uppskriftarhefti

Undanfarnar vikur hafa verið mjög skemmtilegar.  Þegar við Steinunn ákváðum að hafa nokkur svona nammi námskeið ásamt sykur fyrirlestri grunaði okkur ekki hversu mikil vinna þetta yrði, en að sama skapi höfum við skemmt okkur alveg ótrúlega vel.  Ég hef lítið getað bloggað undanfarið en mikil vinna hefur farið í uppskriftarheftið sem við höfum gefið á námskeiðunum.  Vegna fjölda fyrirspurna hef ég ákveðið að selja heftið hér á síðunni fyrir þá sem komust ekki á námskeiðið en þyrstir í girnilegar og góðar uppskriftir í hollari kantinum.

IMG_6635

Hér koma smá upplýsingar um heftið:

Það inniheldur rúmlega 40 uppskriftir af sætindum, súkkulaði, konfekti, smákökum, tertum, ís ofl.   Uppskriftirnar eru bland af hráfæði og venjulegum bakstri.  Þær eru ekki allar sykurlausar en flestar uppskriftirnar eru sættar með döðlum, kókospálmasykri og stevíu.

Það er uþb. helmingurinn af þessum uppskritum þegar að finna á blogginu en helmingurinn eru nýjar uppskriftir sem hafa ekki ennþá birst hér á vefnum.

(Það eru aðeins myndir í efnisyfirlitinu en ekki við hliðina á hverri mynd)

IMG_6637 IMG_6636

IMG_6638

Verðið er 2300 kr og er heftið sent heim að dyrum.

Hafið þið áhuga á því að eignast heftið, hafið þið bara samband á heilsumamman@gmail.com eða sendið skilaboð á Facebook þar sem þið fáið millifærsluupplýsingar og gefið upp heimilisfang.

Hlakka til að heyra frá ykkur <3

Published by

Leave a Reply