Hollara nammi – Auka námskeið – 9.desember

Vegna eftirspurnar verður eitt námskeið í viðbót !

Langar þig að læra að búa til næringarríkara sælgæti ?  Fá fullt af hugmyndum af gotteríi sem nærir, hressir og bætir í stað þess að gera þig þreytta/an og slappan/n.  Framundan er sá árstími þar sem sælgæti og súkkulaði flæðir út um allt og frábært að snúa vörn í sókn með næringarríkum sætindum.

Við gerum súkkulaði og útfærum það á ýmsa vegu, gerum ofur orkukúlur sem eru frábærar í hversdagsleikanum þegar okkur vantar smá orkubita og einnig fínasta konfekt og hráköku sem sómir sér á hvaða veisluborði sem er.

Við ætlum að ræða um það hvernig við getum gert baksturinn heilsusamlegri og skoða hvaða mismunandi sætu er hægt að nota í staðinn fyrir hvíta sykurinn.  Við ætlum einnig að koma með margar hugmyndir hvernig hægt er halda blóðsykrinum í góðu lagi,  og hvernig við getum við jafn hress og hraust 1.desember til 1.janúar.  Það er engin ástæða til þess að bæta á sig 3 kílóum í desember :)

Mánudagur  9.desember kl. 18.00-20.30 – Lifandi Markaði, Borgartúni

Verð: 5500 kr

Innifalið er:

Uppskriftarhefti með rúmlega 40 mismunandi uppskriftum, grænn drykkur og fullt af gómsætu súkkulaðismakki.

Steinunn Aðalsteinsdóttir, heilsumarkþjálfi á Heilsuhótelinu hefur verið með mér á síðustu námskeiðum en að þessu sinni getur hún því miður ekki verið með, ég verð því bara að vera skemmtileg fyrir hennar hönd og sé um að deila fróðleiknum hennar þó hún sé fjarri.

namminámskeið

Sendið póst á heilsumamman@gmail.com eða í gegnum Facebook síðuna til að skrá ykkur.

Hlakka til  🙂

heilsuuppskriftir

Afgangurinn af síðasta námskeiði…nammi nammi namm 😉

IMG_7962

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s