Smákökusamkeppni og uppáhalds smákökuuppskriftin

Á dögunum efndu Heilsuréttir fjölskyldunnar og Bókafélagið til uppskriftasamkeppni og leituðu að bestu hollu smákökunni.   Ég hef aldrei tekið þátt í neinni svona keppni en að þessu sinni langaði mig að vera með 🙂

Það var ekkert leiðinlegt að lenda í þriðja sæti og fá þessi flottu verðlaun 🙂

verðlaun

Uppskriftin sem ég fékk verðlaun fyrir er búin að vera í uppáhaldi í mörg ár.  Fyrirmyndin kemur úr uppskriftarbók sem var til heima og ég féll fyrir þeim kökum fyrir uþb. 20 árum síðan, bara unglingur.  Heima voru 4 bræður sem var mjög gaman að baka fyrir og þessar kökur mæltust alltaf sérstaklega vel fyrir hjá þeim, við skulum segja að það hafi lítið reynt á geymsluþolið 😉   En eftir að hafa verið í reglulegri tilraunastarfsemi síðustu 2 árin er komin töluvert hollari útgáfa af þessum yndislegu kökum.

Verði ykkur að góðu 🙂

Hafrakókoskaka með súkkulaði

Hér kemur þessi dásemdar uppskrift:

Hráefni:

 • 100 g kókosolía
 • 3 dl haframjöl
 • 1 1/2 dl kókosmjöl
 • 1/2 dl hrásykur (hér má nota kókospálmasykur en þær verða töluvert dekkri útlits)
 • 10 dropar stevia (Original frá Via Health)
 • 1 egg
 • 2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 msk gróft spelt
 • 100 g 70 % súkkulaði

Aðferð:

 1. Bræðið kókosolíu við vægan  hita.
 2. Blandið öllu hráefninu saman og hellið kókosolíunni yfir.
 3. Blandið öllu vel saman og setjið deig á plötu með teskeið.
 4. Bakið við 190°c í 8 mín (ath. ekki blástur) Þær eru mjúkar þegar þær koma úr ofninum en harðna þegar þær kólna.
 5. Þegar kökurnar hafa kólnað penslið þið bræddu súkkulaði undir botninn.
 6. Best að geyma þessar kökur í frysti og eru langbestar beint úr frystinum.

Þessi uppskrift gefur uþb. 30 kökur

Til þess að hafa þessa uppskrift glúteinlausa mætti nota glúteinlaust mjöl í staðinn fyrir gróft spelt og glúteinlaust haframjöl.

Hér er fréttin en þar er gefin upp uppskriftin af sigur kökunni, mmmmm hlakka til að prufa hana og hlakka til að fá uppskriftina sem lenti í öðru sæti 🙂

Published by

3 thoughts on “Smákökusamkeppni og uppáhalds smákökuuppskriftin

Leave a Reply